Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1955, Page 68

Eimreiðin - 01.01.1955, Page 68
56 SAMBAND VIÐ ÓSÍNILEGA HEIMA eimbeiðin eru yfirleitt glaðir og ánægðir eftir umskiptin, þótt út af bregði stundum, en flestir þeirra segja, að þeir vildu ekki hverfa hingað aftur, hvað sem í boði væri. Tilveran er dásamleg og voldug. Hún er svo margbrotin og fjölþætt, að vér fáum ekki skilið, á því þekkingarstigi, sem vér enn stöndum á. Kenningar hinna miklu meistara og heimspekinga hafa opin- berazt sem sannleikur og eigin reynsla þeim, sem hafa reynt snertingu dauðans. En betra er hverjum einum að láta sér skiljast þessi sannindi, meðan hann er enn lifandi i sinum jarð- neska líkama. Um þetta er engum blöðum að fletta, fremur en um veruleik hins andlega heims. Sókrates sagði: „Sál vor er efalaust ódauðleg og tortímist ekki, heldur mun halda áfram að lifa í öðrum heimi.“ Sama segja í dag fjöldamargir sálar- rannsóknamenn, þó að sumir þeirra noti fremur heitið „eter- líkami“ en sál um þá helft vora, sem lifir áfram eftir líkamsdauð- ann. 1 dauðanum skilur þessi eterlíkami við holdslíkamann, sem hann var áður tengdur, og heldur áfram sjálfstæðri einstaklings- tilveru sinni i heimi tærara efnis en áður. Það er meira að segja hægt fyrir hinn framliðna að skiptast á skeytum við oss jarðarbúa, undir vissum skilyrðum, enda þótt hann sé laus orð- inn úr viðjum jarðlífsins. Guðspekingar halda því fram, að líkamir mannsins séu sjö, og af þeim sé holdslíkaminn grófastur, enda séu sveiflur hans hægari en allra hinna. Ég læt þessa kenningu þeirra liggja milli hluta, að svo komnu máli, því að hún breytir í engu þeim meginskoðunum um ástandið eftir líkamsdauðann, sem hér eru gerðar að umtalsefni. Þau eru mörg og mismunandi tilverustigin í öðrum heimi, alveg eins og hér á jörðu. En um þau eru til óteljandi lýsingar skráðar. Bókmenntir sálarrannsóknanna frá síðustu áratugum hafa að geyma um þau allar þær upplýsingar, sem til eru og hver forvitinn sannleiksleitandi kemst ekki hjá að kynna sér, ef hann á að geta dæmt af þekkingu um þessi mál. Frá lesendum mínum víðs vegar um heim hef ég fengið fjölda skráðra heimilda um „fréttir að handan“, sem þeir telja sig hafa fengið. Ég birti hér eina, sem mér finnst harla athyglis- verð. Hún ber með sér, að verur á öðrum tilverustigum eru fullar áhuga fyrir því að fræða þá, sem þær geta náð til, og hjálpa þeim á alla lund. Skýrslan er tékin úr bréfi frá einum

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.