Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1955, Blaðsíða 92

Eimreiðin - 01.01.1955, Blaðsíða 92
80 RITSJÁ eimiieiðiN magister Þorgilsson, bókavörður, lief- ur samið. Kom I. hefti þess út í lok síðastliðins árs. I ]jví er fjallað um franskar bókmenntir, sem þýddar hafa verið og út komið á tungu vora. Höfundurinn skýrir frá því í for- mála, að II. heftið, Ítalía, III.—IV. heftin, Spánn—Portúgal, og V. heft- ið, Róm, séu þegar samin og fullbúin af sinni hendi, þótt óvissa sé um framhald útgáfunnar. En Landsbóka- safn íslands er útgefandi þessa I. heftis. Dr. Alexander Jóhannesson samdi fyrir nokkru bók, er nefnist Menn- ingarsamband Frakka og Islendinga (íslenzk fræði IX, Rvk 1944), og var í II. kafla þeirrar bókar fjallað um Island í frönskum bókmenntmn og í IV. kaflanum um Frakkland i ís- lenzkum bókmenntum. Er í þessum IV. kafla getið nokkurra þýddra bóka úr frönsku á íslenzku. I þessu nýja riti Þórhalls Þorgilssonar er öllum þýðingum safnað, einnig þeim, sem birzt hafa hingað cg þangað í blöð- um og tímaritum — og þá einnig þegar um fleiri en eina þýðingu á frönsku efni og endurprentanir þeirra er að ræða. Má geta nærri, hve erfitt muni að kanna allan þann aragrúa, sem út kemur árlega af þýðingum i blöðum og tímaritum og sifellt fer vaxandi. Er nú svo komið, að ekki fylgjast nema örfáir með þvi, sem út kemur, enda hendir það nokkuð oft upp á siðkastið, að sama sagan er þýdd upp aftur og aftur, stundum blátt áfram af því, að síðari þýðend- ur hafa ekki varað sig á því, að hún var til á prenti í íslenzkri þýðingu áður. En stundum á hér einnig sök á sá ósiður, sem er orðinn allt of tíður, að taka upp í heimildarleysi j þýðingar, án þess að geta um svo mikið sem það, hvar komið hafi áður og hver sé þýðandi. Mun hér vart ; vera alltaf um fáfræði að ræða, þótt stundum sé hún orsökin. Þessi skrá Þórhalls Þorgilssonar er brautryðjandastarf i íslenzkri bók- fræði, og er hér t. d. ítarlegar en áður mun til hjá okkur getið endur- þýðinga og endurprentana. Se® ' dæmi má nefna smásögu eftir Al- phonse Daudet, sem fyrst birtist á ís- lenzku i tímariti séra Friðriks Berg- manns, Breiðablikum, árið 1910 1 Winnipeg, og nefndist Síðasta j kennslustundin. Samkvæmt skrá Þ. Þ. hafa síðan komið út af henni 11 end- urprentanir og nýjar þýðingar — og ; mér kæmi ekki á óvart, þótt þær J kynnu að vera fleiri. Vafasamt mun, hvort nokkur þýðinganna sé úr fruni- ' málinu. En um það atriði fær les- í andinn betur að vita í registri því, ] sem ætlast er til að fylgi síðasta hefti ritsins, en þar mun getið sérstaklega ] þeirra þýðinga, sem sannanlega eru í gerðar beint úr frummálinu. Mörg dæmi þessu lík mætti nefna úr j skránni. Höf. hefur tekið npp í þetta rit sitt um franskar bókmenntir á íslenzku j skrá um þýðingar i hlöðum og tinia- ritum til ársloka 19+5 Eitthvað kann j að vanta í þá skrá, en ekki mun það ; mikilvægt, og ber bókin höfundi j glöggt vitni um elju og vandvirk® í starfi. I bók hans um Frakkland er j mikinn fróðleik að sækja, og vonandi má fljótlega vænta framhaldsheft- anna: mn þýðingar úr hinum öðru® latneskum og rómönskum bókmennt- um. Sv. S.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.