Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1955, Page 92

Eimreiðin - 01.01.1955, Page 92
80 RITSJÁ eimiieiðiN magister Þorgilsson, bókavörður, lief- ur samið. Kom I. hefti þess út í lok síðastliðins árs. I ]jví er fjallað um franskar bókmenntir, sem þýddar hafa verið og út komið á tungu vora. Höfundurinn skýrir frá því í for- mála, að II. heftið, Ítalía, III.—IV. heftin, Spánn—Portúgal, og V. heft- ið, Róm, séu þegar samin og fullbúin af sinni hendi, þótt óvissa sé um framhald útgáfunnar. En Landsbóka- safn íslands er útgefandi þessa I. heftis. Dr. Alexander Jóhannesson samdi fyrir nokkru bók, er nefnist Menn- ingarsamband Frakka og Islendinga (íslenzk fræði IX, Rvk 1944), og var í II. kafla þeirrar bókar fjallað um Island í frönskum bókmenntmn og í IV. kaflanum um Frakkland i ís- lenzkum bókmenntum. Er í þessum IV. kafla getið nokkurra þýddra bóka úr frönsku á íslenzku. I þessu nýja riti Þórhalls Þorgilssonar er öllum þýðingum safnað, einnig þeim, sem birzt hafa hingað cg þangað í blöð- um og tímaritum — og þá einnig þegar um fleiri en eina þýðingu á frönsku efni og endurprentanir þeirra er að ræða. Má geta nærri, hve erfitt muni að kanna allan þann aragrúa, sem út kemur árlega af þýðingum i blöðum og tímaritum og sifellt fer vaxandi. Er nú svo komið, að ekki fylgjast nema örfáir með þvi, sem út kemur, enda hendir það nokkuð oft upp á siðkastið, að sama sagan er þýdd upp aftur og aftur, stundum blátt áfram af því, að síðari þýðend- ur hafa ekki varað sig á því, að hún var til á prenti í íslenzkri þýðingu áður. En stundum á hér einnig sök á sá ósiður, sem er orðinn allt of tíður, að taka upp í heimildarleysi j þýðingar, án þess að geta um svo mikið sem það, hvar komið hafi áður og hver sé þýðandi. Mun hér vart ; vera alltaf um fáfræði að ræða, þótt stundum sé hún orsökin. Þessi skrá Þórhalls Þorgilssonar er brautryðjandastarf i íslenzkri bók- fræði, og er hér t. d. ítarlegar en áður mun til hjá okkur getið endur- þýðinga og endurprentana. Se® ' dæmi má nefna smásögu eftir Al- phonse Daudet, sem fyrst birtist á ís- lenzku i tímariti séra Friðriks Berg- manns, Breiðablikum, árið 1910 1 Winnipeg, og nefndist Síðasta j kennslustundin. Samkvæmt skrá Þ. Þ. hafa síðan komið út af henni 11 end- urprentanir og nýjar þýðingar — og ; mér kæmi ekki á óvart, þótt þær J kynnu að vera fleiri. Vafasamt mun, hvort nokkur þýðinganna sé úr fruni- ' málinu. En um það atriði fær les- í andinn betur að vita í registri því, ] sem ætlast er til að fylgi síðasta hefti ritsins, en þar mun getið sérstaklega ] þeirra þýðinga, sem sannanlega eru í gerðar beint úr frummálinu. Mörg dæmi þessu lík mætti nefna úr j skránni. Höf. hefur tekið npp í þetta rit sitt um franskar bókmenntir á íslenzku j skrá um þýðingar i hlöðum og tinia- ritum til ársloka 19+5 Eitthvað kann j að vanta í þá skrá, en ekki mun það ; mikilvægt, og ber bókin höfundi j glöggt vitni um elju og vandvirk® í starfi. I bók hans um Frakkland er j mikinn fróðleik að sækja, og vonandi má fljótlega vænta framhaldsheft- anna: mn þýðingar úr hinum öðru® latneskum og rómönskum bókmennt- um. Sv. S.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.