Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1955, Blaðsíða 24

Eimreiðin - 01.01.1955, Blaðsíða 24
12 VIÐ FYRSTU SÝN EIMREIBIN Hún nefndi númerið, og þau hjálpuðust að við að láta inn töskurnar. Það var svo sem ekki um að villast. Nafnið hennar stóð skrifað á hverri tösku. Það væri synd að segja, að mikið hafi verið um hugsanir í heilabúi unga mannsins. Þó rofaði fyrir þessu: Hér er maður, sem æfinlega hefur fundið ráð að snúa sig út úr hverri klípu. Aldrei skal nokkur fá að vita, að hann hafi orðið fyrir öðrum eins ósköpum. Nei. Til þess verður allt að vinna. — Gjörðu svo vel, sagði hann stimamjúkur og opnaði fram- dyrnar. Síðan settist hann sjálfur undir stýrið. — Ég er alveg vita uppgefin, mælti stúlkan og henti sér niður í fjaðrasætið. Ég er búin að vera á ferðinni í fimmtán klukkutíma. Hún var í grárri ferðadragt, með þreytugljáa í augunum. Það var víst alveg satt. Hún var uppgefin. Það leyndi sér ekki, — og eitthvað í augunum, sem minnti á umkomuleysi og angur- værð. Góð ráð eru jafnan dýr, og þvi dýrari eru þau, sem þörfin fyrir þau er brýnni. Þetta er hlýleg stúlka og löguleg, ekkert eggjandi að vísu, en heil og hreinskilin. Slíkt finna menn á sér jafnan í návistinni, jafnvel þó lengra sé á milli en tæp þver- hönd í lokuðum bíl. Ja-já, reyndar ætti nú að vera útlátalítið að gera sér upp heitar tilfinningar, svona til að bjarga við heiðri sínum. Svo gætu þær farið smákólnandi, eins og gerist. Eitthvað á þessa leið var ljósið, sem nú tók að kvikna innra með unga mann- inum, þar sem hugsun manna er vön að fæðast. — Komstu ein? spyr hann eins og til að þreifa fyrir sér og fann þó, hversu þetta var vandræðalega af stað farið. — O-nei, sagði hún snöggt. Við vorum tuttugu í bílnum. •—- Já. Ég meinti nú reyndar: ein úr þínu byggðarlagi, ein af þínum bæ. — Já, sagði hún svolítið þýðari, eins og hún hefði hálfséð eftir að hafa snúið þetta út úr. Piltarnir eru enn við húsið. Og báðar gátum við ekki farið að heiman, systurnar. — Áttirðu von á einhverjum öðrum, máske?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.