Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1955, Side 55

Eimreiðin - 01.01.1955, Side 55
□ LÝGINN SAGÐI MÉR. Saga ejlir DavíS Áskelsson. (Framh.) Soffía í Vík lætur bakstur vera bakstur. Henni er mikið ^iðri fyrir. Hún þarf aðeins að skjótast til hennar Gróu . upfélagsstjórans. — Þar situr hún langt fram á kvöld. heimleiðinni gengur hún aðeins við hjá Höllu bakarans. ^ar er prestsfrúin fyrir með nýjar fréttir. Rúna á Mel hafði komið í Haga í dag og suðurför Dóru borizt í tal. Jú, Stebba Samla hafði verið opin ofan í rass, eins og vanalega, ekki Vantaði það! Dóra yrði mánaðartíma eða svo í Reykjavik hjá systurdóttur Stebbu, sem var komin að falli að fjórða ai'ninu. — Það var nú svo sem auðvitað. Ekki gat hún verið ein> konugreyið. Konurnar andvarpa og sjúga upp í nefið. Frú Soffía kveikir 1 snnarri sígarettunni og skýtur inn í, hálfpartinn í afsök- unarrómi: „Annars hefur hún Fríða svo sem ekki leitað á uaðir Haga-fólksins hingað til, og á hún þó þrjú börn, sitt a hverju árinu. — En einhvern tíma verður allt fyrst, maður hfandi!“ Hinar konurnar líta hvor á aðra, íbyggnar. Prestsfrúin, Sern alltaf er með á nótunum, bætir við: >>Þær eru víst þrjár systurnar í Reykjavik. Einhvern veg- lnn hefur nú þetta blessazt hingað til, án þess að sækja hjálp a fand. Kannske þau í Haga ætli lika að láta Dóru fara a Ljósmæðraskólann og ætli að venja hana við! Það gæti SV0 sem komið sér vel á heimilinu!" Konurnar veltast um af hlátri yfir þessari fyndni. Frú Soffía verður skyndilega alvarleg: »Það er að minnsta kosti anzi gott að geta borið einhverju Vlð. Maður er nú farinn að þekkja inn á svona fólk.“ Frúrnar ræða um þetta enn um stund. Stundum dregur

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.