Eimreiðin - 01.01.1955, Blaðsíða 13
EIMREIÐIN
Janúar—marz 1955 - LXI. ár, 1. hefti
Við þjóðveginn.
31. marz 1955.
JTYRSTI fjórðungur ársins 1955 er þotinn framhjá, og um leið
heilsar tvö hundruð tuttugasta og sjöunda hefti Eimreiðar-
•nnar upp á lesendurna. Hún leggur nú út á sextugasta og fyrsta
anð, vonglöð og ung í anda, sem jafnan áður, með einlægar óskir
uni frið, eindrægni og farsæld þjóðinni til handa. Margt hefur
breytzt síðan hún í fyrsta sinn renndi úr hlaði fyrir sextíu árum,
úti við Eyrarsund, og hóf ferðina heim til Fróns, þar sem eins
°9 í hillingum biðu óðul hins ónumda lands:
„sú friðkeypta ættjörð hvers frjálsborins manns,
sem felur hin skínandi sigurlaun hans
að baki þeim blágrýtis leiðum".
■^Ettjörðin hefur síðan öðlazt frelsi. IVIörg blágrýtis leiðin er að
baki. Mörgum áfanganum hefur verið náð. Margt sporið stigið
a framsóknarbrautinni. — Og þó eru enn fleiri eftir óstigin.
Með endurheimt umráðaréttar eigin mála, árið 1918, flytur
Eimreiðin að fullu heim. Geigvænleg heimsstyrjöld á sinn þátt
1 að flýta þeirri endurheimt. Aldarfjórðungi síðar á önnur geig-
vænleg heimsstyrjöld sinn þátt í að fullveldismál þjóðarinnar
leysist, með þeim árangri, að lýðveldið er endurreist. Eftir 680
ara undirokun er ísland aftur frjálst og fullvalda ríki.
Á síðastliðnu ári hélt íslenzka þjóðin hátíðlegt tíu ára afmæli
'ýðveldisins. Við það tækifæri var spurt, hvernig tekizt hefði um
vöxt og varðveizlu hins unga endurreista frelsis vors. Þessi spurn-
lng var aðalviðfangsefni íslenzkra blaða fullveldisdaginn 17. júní
siðastliðinn. Og enn er spurt í sífellu: Hversu tekst oss að varð-
veita fjöreggið?
1