Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1955, Síða 32

Eimreiðin - 01.01.1955, Síða 32
20 SKÁLDIÐ FRÁ FAGRASKÓGI EIMREIÐIN verðandi skálds snemma tekið að fella í stuðla draumóra æsk- unnar, enda þótt dult færi í heimbyggð þess. Venjulega er hugur vor einna opnastur fyrir töfrum náttúrunnar meðan vér erum ung. Þegar vorið kemur með sól og sunnanþey inn yfir landið, andandi sínum lífgandi ástaryl á fölva jörð eftir fanna- vetur, þá lúta hjörtu mannanna einnig ylnum þeim, og skáldin taka að semja lofsöngva til hans. Svo gerir Davíð í einu sinna fyrstu kvæða, sem hann nefnir Smnarmál. En þar eru þessar hendingar: Svo snauð er engin íslenzk sál að elska ei ljósið bjarta, að finna ei sérhver sumarmál til sólargleði í hjarta. Og núna fyrst — þá finn eg það, hve fagurt er að lifa og ljóðin sín á baðm og blað með blóði sínu skrifa og gleðja sig við gullin sin, sem grýtum við og týnum, og teyga glaður vorsins vín úr vetrarbikar sínum. Ég gæti hugsað, að þetta kvæði væri eitthvert það fyrsta, sem Davíð hefði ort. Líklega er það til orðið heima í Fagraskógi, áður en höfundur þess kom í skóla. Fyrstu kvæði Davíðs, sem birtust á prenti, komu árið 1916 í þessu tímariti og í tímaritinu Iðunni, 2. árg. (1916—1917). Meðal þessara kvæða voru sum þeirra, sem náð hafa mestum vinsældum og urðu brátt svo að segja á hvers manns vörum, svo sem kvæðin í Eimreiðinni: Komdu —, Brúðarskórnir, Allar vildu meyjamar — og Léttúðin, en í Iðunni: Mamma ætlar að sofna, Skugginn, Svefnljóð og Á dökkumiðum. Davíð hafði þá tafizt frá námi vegna veikinda og gengið í skóla reynslunnar með sjúkdómi sinum, sem varð langvinnari en hann hafði ætlað og tafði hann frá námi, svo að hann lauk ekki stúdentsprófi fyrr en vorið 1919. Kvæðin í Eimreiðinni og Iðunni höfðu þá þegar vakið athygli um allt land fyrir ferskleika þann, er þau voru gædd og hinn nýja blæ, sem einkenndi þau. Þetta var nýstárleg, tær lýrik, ef til vill full laus í reipunum stimdum að því er snerti
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.