Eimreiðin - 01.01.1963, Qupperneq 33
EIMREIÐIN
2
stjóra eins og Barbirolli, Beecham, Boult, Goosens og Sargent
þekkja allir þeir, sem eitthvað hlusta á tónlist.
Mestum listrænum tilþrifum hafa Bretar þó náð á sviði kirkju-
tonlistar og kórsöngs. Þeir meta mikils alla arfleifð, tradition, og
hafa trúlega varðveitt það bezta úr tónlist sinni allt frá dögum
Barry biskups, og ef hann mætti nú upp rísa og segja álit sitt á
tonmennt landa sinna, má leiða getur að því, að ekki yrði aðdáun
hans minni nú en fyrir 800 árum.
☆ ★ ☆
Lögberg 75 ára
Hinn 14. janúar síðastliðinn voru liðin 75 ár frá því að blaðið
I-ögberg hóf göngu sína í Kanada. Var afmælisins minnzt með myndar-
legu hátíðablaði af Lögberg-Heimskringlu, sem kom út 31. janúar.
1 hátíðablaðinu birtast margar ritgerðir og rakin er saga blaðsins
lrá stofnun þess og allt fram á síðustu ár, er blöðin Lögberg og Heims-
hringla sameinuðust í eitt blað. í afmælisblaðinu er meðal annars get-
*ð allra ritstjóra Lögbergs frá upphafi og birtar eru myndir af jjeim,
svo og helztu útgefendum og stuðningsmönnum blaðsins. í tilefni af
afmælinu bárust blaðinu margar hlýjar kveðjur, bæði heiman frá ís-
landi og úr Vesturheimi, og eru jjar meðal annars birtar kveðjur og
arnaðaróskir frá forseta íslands, sendiherra íslands í Washington, Þjóð-
ræknisfélagi íslendinga i Reykjavík og Þjóðræknisfélaginu í Vesturheimi,
frá forsætisráðherra Kanada og fjölmörgum fleiri aðilum.
Eimreiðin leyfir sér að bætast í hóp þeirra, sem færir Lögbergi kveðj-
ur í tilefni afmælisins. íslendingar hljóta allir að dáðst að og virða
það þrekvirki, sem landar þeirra vestan hafs hafa unnið með Jjví að
halda þar uppi blaðaútgáfu svo langan tíma, en ekkert hefur stuðlað
hetur að varðveizlu íslenzkrar tungu og menningararfs meðal þeirra
fram á Jiennan dag, en blöðin Lögberg og Heimskringla,