Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1963, Síða 52

Eimreiðin - 01.01.1963, Síða 52
40 EIMREIÐIN heima hjá föðurafa sínum, sem telpan fann Njálssögu í norskri jrýðingu og segir það hal'a verið einn af merkisviðburðum ævi sinn- ar. Hún flýtti sér hvern morgun að ná í bókina, komast út á tún og taka til við lesturinn. Allir at- burðirnir stóðu henni svo lifandi fyrir hugskotssjónum, að henni leið stundum illa, einkunr sá hún Skarphéðinn ljóslifandi fyrir sér. íslendingasögur voru henni hjart- fólgnar og uppspretta sumra rit- verka hennar. Eftir andlát eiginmanns síns barðist frú Undset í bökkum með jtrjár dætur og var Sigrid jreirra elzt. Eftir miðskólapróf var henni boðin ókeypis skólavist til stúdents- prófs, en henni fannst hún ekki geta jtegið j>að, fyrst og fremst vegna jtess að hún gat ekki fellt sig við skoðanir Jrær, sem skólastjór- inn barðist fyrir. Hún fór Jtví í verzlunarskóla og frá Jreirri vist skrifaði hún sænskri jafnöldru sinni, sem hún hafði tekið upp bréfasamband við: „Skaplyndi mínu er svo farið, að ég er mikillát og hégómleg, hélt einu sinni að ég væri greind, var enda talin jrað í skólanum, en af- sanna jtað með öllu á verzlunar- skólanum, sem ég nú sæki. Fyrst átti ég að stúdera, en vildi jtað ekki og var svo stungið inn hér, jrar sem jreir eru að gera útaf við mig.“ Þó að prófið úr verzlunarskól- anum væri ekki glæsilegt, j>á fékk Sigrid skrifstofustöðu með aðstoð góðra vina og hóf sextán ára göm- td starf, sem hún stundaði í rösk tíu ár. Henni leiddist skrifstofu- vinnan, en skaraði sarnt framúr starfsfélögunum, ekki sízt vegna |>ess hve frábært minni hún hafði. Hún kynntist nýju fólki og nýjum lífsskilyrðum gegn unr starfið, hún las mikið og byrjaði að skrifa. Ar- ið 1904 eða 5 fór hún með fyrsta skáldsöguhandrit sitt til útgefanda. Þetta var skáldsaga frá miðöldum og útgeíandinn neitaði að taka hana og sagði Sigrid að skrifa eitt- hvað nýtízkidegra. Henni rann í skap, fór heim og settist við að skrifa söguna „Frú Martha Oulie“. Sú saga kom út 1907 og einn gagn- rýnandi sagði, að upphafsorðin lof- uðu góðu, en þau eru: Ég hef ver- ið manni mínum ótrú. Þegar Sigrid Undset var sjálf ör- ugg um rithöfundarhæfileika sína, sagði hún upp skrifstofustarfinu. 1909 l'ékk hún ferðastyrk l'rá rík- inu og fór til Rómaborgar með við- komu í Þýzkalandi. í Róm kynnt- ist hún listmálaranum Svarstad, sem síðar varð eiginmaður hennar. Arið 1911 gaf hún út söguna „Jenny“, sem vakti mikið umtal og Jrótti ósiðleg. Kvenréttindafélag hafði um hana umræðufund og urðu umræður æði svæsnar og var höfundurinn sú eina, sem ekki glataði ró sinni, enda kvaðst hún ekki hafa búizt við öðru. En þó blandaðist engum lengur hugur um, að í Noregi væri komin fram ný skáldkona, sem telja yrði með stórskáldum. Þetta sama ár giftist Sigrid Svar- stad og fluttist til útlanda, fyrst til
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.