Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1963, Blaðsíða 32

Eimreiðin - 01.01.1963, Blaðsíða 32
20 EIMREIÐIN tónskáld voru þá uppi í Bretlandi, en standa í skugganum af hinum risavaxna Hándel. Nefna má Arne-feðgana, Carey, Croft, Festing og Greene, en tónlist þeirra er enn í miklum metum þar í landi og víðar. Fleiri erlend tónskáld urðu til þess að marka spor í brezkri tón- listarsögu og ber þar hæst Jóhann Christian Bach, „enska Bach“, son meistarans mikla, sem fluttist til Lundúna árið 1762 og gerðist hirð-tónlistarstjóri þar. Hann flutti með sér nýja strauma til F.ng- lands og sem áhangandi „Mannerheimskólans“ gerðist hann boð- beri stíls Mozarts ásamt Haydn. Haydn var líka einn þeirra meistara meginlandsins, sem heimsóttu Lundúni og skildu þar eftir sín áhrif. Einnig varð Haydn fyrir sterkum áhrifum af óratóríum Hándels og gætir þeirra í kirkjulegum verkum hans. Síðar komu þeir Mendelssohn og Chopin til Bretlands og rómuðu mjög tónlistar- menningu þar. Er kemur fram á 19. öld, færist nýtt líf í brezkan tónskáldskap með mönnum eins og Parry, Stanford, Elgar og Coleridge- Taylor. Þótt áhrifa frá rómantík meginlandsins gæti í verkum þeirra, standa þeir þó traustum fótum í brezkri arfleifð. Upp úr miðri öldinni rís nýtt blómaskeið brezkrar tónlistar með impressionistanum Fr. Delius, þjóðlegu tónskáldunum Cyril Scott, Bantock og Vaughan Williams, sem einnig er í tölu fremstu symfóníutónskálda síðari tíma. Þá má nefna Arnold Bax, Arthur Bliss, Gustav Holst og John Ireland, sem allir eru mikilhæfir tónsmiðir á fyrri hluta þessarar aldar. Meðal núlifandi brezkra tónskálda ber hæst symfóníutónskáldið William Walton, sem nú stendur á sextugu og er í tölu fremstu tónskálda. Þá má nefna Benjamin Britten (f. 1913), sem er afkasta- rnikið tónskáld, Georg Dyson, skólastjóri Royal Academy of Music, Gordon Jacob, prófessor við sömu stofnun, Herbert Howells organ- leikara og höfund merkra kirkjulegra tónverka og Alan Bush, gagnmerkt tónskáld með persónulegan stíl. Meðal yngstu kynslóðar eru margir efnilegir menn, hugkvæmir og leiknir s. s. Andrew Byrne, f. 1925, Malcolm Williamson, f. 19.31, Maxwell Davies, f. 1934, Richard Bennet, f. 1936. Bretar hafa löngum átt góða skóla og hæfa tónlistarkennara. Þeim er líka sýnt um skipulega og skýra framsetningu námsefnis. Hljóðfæraleikarar þeirra eru í fremstu röð og sumar symfóníuhljóm- sveitir þeirra eru meðal hinna beztu í heinri og nöfn hljómsveitar-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.