Eimreiðin - 01.05.1963, Síða 10
38
EIMREIÐIN
V ínlandsminni
(Drykkjukvæði)
Þú gull og silfursjóða land,
þú sjós og jarðargróða land,
þú vatna, fjöru og flóða land,
þú fagra, góða land. —
Fyrst Leifur hepþni fyrst þig fann,
til frœgðar sinni þjóð það vann,
má óhœtt kalla úllending
hvern enskan vesaling.
Þú fönnum typta fjalla land,
þú furugrcena hjalla land,
þú vœnna og frjórra valla land,
þú vatnafalla land. —
Fyrst Vínland góða varstu nefnt,
af vesturfara til þess efnt,
þess mikla vikings virðist mál
í vini að drekka skál.
Þú heitra og kaldra linda land,
þú lifsins akurbinda land,
þú hárra tignartinda land,
þú töframynda land. —
Og þess sé minnzt um Þorfinn karl:
af þörf, en ekki að gerast jarl,
hann fyrstur óð mót örvahrið
að aga villtan lýð.
Þú áa silfur-saumaland,
þú sólskins vatnaflauma land,