Eimreiðin - 01.05.1963, Qupperneq 15
EIMREIÐIN
103
^aga. Samfélagið lilýtur ávallt að verða skáldunum sá nægtabrunn-
ur, sem þau sæki lífsvökva sinn í, sú lind, sem geri þeim kleift að
Vera síung í anda og stöðugt fyllt af heilbrigðu lífsfjöri og andlegri
frjósemi.
Islendingar geta vissulega einnig verið stoltir af því, að í þessum
ebtum verður þeim vist flestum öðrum þjóðum síður borið það á
brýn, að þeir hafi brugðizt skáldum sínum. Allt frá Heimskringlu að
Heimsljósi hafa þeir sýnt verkum skálda sinna fullan áhuga, og
skáldin hafa sjaldnast þurft að kvarta undan því, að ekki væri á
þau hlustað. Sent handhæg dæmi má nefna, að bróðir Eysteinn og
sera Hallgrímnr hafa greinilega ekki kveðið fyrir daufum eyrum,
þVl að um aldaraðir mátti heyra Lilju og Passíusálmana af hvers
ntanns vörum, og enn þann dag í dag er þessunr stórvirkjum and-
ans sýnd full virðing. Sögurnar af Njáli, Gretti og Agli hafa víst
fkki heldur farið varhluta af áhuga þjóðarinnar, og frá síðari öld-
um mætti nefna dæmi um lausamálsrit eins og Postillu íóns Vída-
lns> sem hið sama gildir óneitanlega um.
Það verður því ekki dregið í efa, að íslendingar fara með rétt
lnak þegar þeir hrósa sér af öruggum bókmenntasmekk þjóðarinn-
ar’ Sem hafi reynzt henni haldgott lífakkeri gegnum aldirnar. ís-
'enzka þjóðin hefur kynslóðum saman búið yfir einstökum bók-
Inenntalegum þroska, sem hefur staðið af sér alla strauma og öll
ahlaup, og sem hvorki niðurlæging né kúgun hafa megnað að drepa
’nður. Þessi bókmenntaþroski þjóðarinnar hefur auk þess að vera
enni ómetanlegur styrkur á andblásturstímum kennt henni að
iúema hismið frá kjarnanum í bókmenntalegum efnum, kennt
enni að taka ekki athugasemdalaust hverju sem að henni hefur
'eiió rétt á því sviði. Upp úr þessum almenna bókmenntaþroska
I joðarinnar eru svo hin f jöldamörgu íslenzku skáld sprottin, þau
ern skilgetin afkvæmi hans, hold af hans holdi og blóð af hans
°ði, og honum eigum við það að þakka, að við getum nú rætt um
,slenzk skáld og íslenzkar bókmenntir.
II
bl btazt er um garða á sviði íslenzkra nútímabókmennta, ber að
m«rgu leyti myndarlega sjón fyrir augu. Þjóðin á glæsilegan hóp
sforskálda, jafnt á óbundið mál sem bundið, rnenn eins og Halldór
Vl|jan Laxness, Gunnar Gunnarsson, Þórberg Þórðarson, Guð-
nil|nd G. Hagalín, Davíð Stefánsson, Jóhannes úr Kötlum, Tómas