Eimreiðin - 01.05.1963, Page 22
110
EIMREIÐIN
vaxa upp og verða að stóru og viðamiklu tré, sem með tímanum
eigi að geta borið góða ávöxtu. Sömuleiðis virðist eiga að vera
óhætt að gefa frá sér allar áhyggjur út af máttleysi og deyfð í skáld-
sagna- og smásagnagerð, því að þess megi vænta, að hún rísi upp
aftur, margefld til nýrra og stórra átaka, þegar hennar tími sé kom-
inn. Hér sé aðeins um að ræða eðlilegan afturkipp í íslenzkum
bókmenntum, sem fylgi í kjölfar glæsilegs blómaskeiðs.
Þess ber þó að geta að lokum, að því fer fjarri, að það, sem hér
hefur verið sett fram, sé algild kenning, sem studd sé nægilega
mörgum vísindalegum rökum til að geta talizt fullsannað lögmál.
Hér er öllu framar um að ræða frekar lauslega hugmynd, sem sett
er fram eftir á köflum nokkuð losaraleg kynni höfundar hennar af
sögu íslenzkra bókmennta.
Hins vegar er þróunarsaga íslenzkra bókmennta mikið og girni-
legt rannsóknarefni, en akur þeirrar sögu hefur þó enn hvergi
nærri verið plægður til fulls. Með ítarlegri rannsókn á því sviði
mætti vafalaust komast að mörgum athyglisverðum niðurstöðum
um þessi efni, en þó segir mér svo hugur um, að ýmsar þeirra yrðu
ekki svo mjög fjarri því, sem hér hefur verið sett fram.
Samið á tímabilinu frá september 1962 til janúar 1963. Áður prentað
í Mími, blaði stúdenta í íslenzkum fræðum við Háskóla íslands, 2. tbl.
apríl 1963.