Eimreiðin - 01.05.1963, Side 26
Alltaf húsbóndahollir, hefði
cinhver sagt.
En þarna ligg'ja þeir norðan
á baðstofuþekjunni báðir kaupa-
mennirnir á Húsá og baða sig í
hlýju kvöldsólskininu - sól-
brúnir og naktir niður að beltis-
stað. Það er liver síðastur að
njóta sólarinnar, komið fram
•undir réttir. Enda sér það á öllu,
að haustið fer í hönd, flóinn
niður við Húsána orðinn lit-
verpur og hlíðar dalsins hið
neðra undarlega hvítgular og
dauðalegar á litinn. Og það er
líkast því, að lyngmóarnir með-
fram ánni og kjarrskógurinn
miðhlíðis hafi verið slegnir ótal
otndum og úr þeim lagi rauður
idreyrinn. Yfir Húsárbænum
flöktir hrafn, og einmanalegur
og sár jarmur heyrist ofan úr
fjalli eða innan úr heiði — eins
■og barnsgrátur.
Eftir því sem sólin lækkar á
lofti, hrekur skugginn af
skemmumæninum þessa tvo
piltunga ofar á baðstofuþekj-
una.Sólarinnar skulu þeir njóta,
enda þótt þessi haustblái skuggi
lireki þá um síðir yfir baðstofu-
nnæninn. Við fætur þeirra sefur
‘Sænkó gamli og lætur illa í
:svefni. Ef til vill dreymir hann
vígaferli undir vegg leitar-
mannakofans eða undir réttar-
vegg. Öðru hverju skreiðist ann-
ar hvor piltanna frarn á skemmu-
burstina og skimar niður eftir
Haustkvöld
á Húsá
hlykkjóttum moldarveginum,
sem hverfur undir sól að sjá út
í kjarrásana langt niðri í daln-
um. Þar virðist allt standa í ljós-
um loga. Annars liggja jreir kyrr-
ir að mestu og tyggja puntstrá
úr þekjunni — og bíða.
„Ætli þetta sé ekki eitthvert
djöfuls roppugoð,“ segir Vilh
og spýtir grænu.
„Hver veit það? Annars þarf
hún ekki endilega að vera það.
Karlinn er nógu reffilegur enn-
þá. En kvensemin í honum, hún
er dæmalaus.“ Og Tóti pírir
augun hugsandi í kvöldsólina.
„Ogga segir, að hún sé ekki
sem verst. Hún hefur séð hana.
„Það getur verið, að hún se
ekki svo bölvuð. En það er sama-
Hún er ekki vatnsvönd, freinnr
en þorstinn.“
„Það á ekki við hann einlífið’
hann Grímsa.“ Nú er það Villi,