Eimreiðin - 01.05.1963, Side 34
122
EIMREIÐIN
hann vitasjóðvitlaus, eða hvað?“
„Ó, fari hann nú bölvaðurl"
Niðri á hlaðinu á konan í vök
að verjast:
„Hvað er þetta, maður? Ertu
farinn að spræna upp við mig,
eða hvað?“ segir hún þar sem
hún stendur upp við trússahest-
inn og bisar við að leysa bönd-
in af aumingjanum.
„Hva ... hvað er að, kona?
Er Húsár-Grími ekki lengur
heimilt skjól af hestum sínum?
Mér er spurn, er ég húsbóndi
hér, eða ekki? Svaraðu, kona.
Má ég eða má ég ekki?“
„Ekki upp við mig, Grímur
minn,“ segir konan og tekur
dótturina í faðminn.
„Eg á þessa jörð og míg þar
sem mér sýnist. En hypjaðu þig
inn í bæinn með hræið.“
„Guð fyrirgefi þér, hvernig
þú talar, Grímur.“
„Hvernig ég tala? Ilvað mein-
arðu, kona?“
„Að kalla barnungann hræ.“
„Það má svo sem kalla það
hvað sem er, mín vegna, en hræ
er jrað samt og ekki samboðið
mínum bæ.“
„Ekki óraði mig fyrir því í
morgun, að brúðkaupsdagurinn
minn yrði slíkur,“ segir konan.
„Dag skal að kvöldi lofa og
djöfulinn ekki fyrr, og komdu að
hátta, kona ... ég er fullur . . .
draugfullur . . . guðsélof.“
„Já, komdu, Grímur minn,
þér er sannarlega mál á að
hátta.“
„Hvar eru jressi Suðurnesja-
skítseiði,“ urrar bóndinn og
skimar inn í skemmuna. „Strák-
ar, segi ég!“
Ekkert svar. Enn er hörfað
lengra inn í bæjarsundið.
„Vertu ekki að angra þig út
af strákunum; Ogga sér um
hestana fyrir þig,“ segir konan
og leiðir aumingjann heim að
bæjardyrunum.
„Sú gerir slag í því í þessu
helvítis myrkri."
„Komdu, Grímur minn, segi
ég,“ og konan hverfur inn í kol-
dimm bæjargöngin. Húsbónd-
inn slagandi á eftir og tautandi:
„Djöfulsins skítseiðin!"
Það er líkast því, að einhver
hafi staðið að liurðarbaki og fellt
hurðina á stafi á eftir þeim Hús-
árhjónum og aumingjanum-
Henni er raunar ósýnt um að
standa opinni, bæjarhurðinni á
Húsá, svo er sliguðu þilinu fyt'
ir að jiakka, og í kvöld er eins
og henni sé það óvenjulega
Jjvert. um geð. Jafnvel máðut
spaðinn á hurðarklinkunni virð-
ist varpa öndinni af feginleik,
jjegar hann reisir sig upp á ný-
Á hlaðinu hefur Ogga lokið
við að spretta af klárunum.
„Strákar!“ kallar hún upp í
sundið. „Nú er ykkur óhætt, og
komið nú og flytjið með mér
hestana."