Eimreiðin - 01.05.1963, Page 66
Þórleifur Bjarnason:
Frægur skóla- og menningarfrömuður
Minningar um Vilhelm Rasmussen, reklor
I.
Eftir nokkurra daga sævolk
og jarganlega líðan til lífs og
sálar, stóð ég nú eitt haustkvöld-
ið, áttavilltur og framandi í
beljandi umferðarstraumi og ið-
andi ljóshafi Vestbrúgötu í
Kaupmannahöfn. Skip rnitt
hafði komið að landi að afliðn-
um miðaftan, og með aðstoð
eins landa, sem áður þekkti
nokkuð til stórborgarinnar, fann
ég mér herbergi í einu kristi-
legu hóteli, skammt frá flaumi
þessa mikla strætis.
Ég barst með fólksmergðinni,
iðandi fylkingum nafnlausra
manna. Þær þokuðust áfram
eins og fyrir tilviljunarkennd-
um straumi, sem bar þær áfram
til einhverra ókunnra staða.
Þær minntu á fiskatorfur —
síldartorfur í draumi sjómanns
norður á Siglufirði. Skyldi þeim
hafa líkað skipstjórunum í síld-
arleysinu í sumar að kasta á
svona torfur. Einstaka stórfisk-
ar brutust áfram og hurfu í ið-
una. Þeim lá mikið á og þurftu
að flýta sér.
Þórleifur Bjarnason.
Ég vildi ekki berast of langt
af leið, tók því mið af húsutn
og uppljómuðum gluggum. IVTitt
eina trygga hæli hér var hótel-
herbergið í hliðargötunni. Eg
reyndi að nema staðar í útjaðu
fólksfjöldans á yztu þröm gang'
stéttarinnar. Þar stóð ég °S
glápti á umferðaiðuna og vaI
einn í heiminum.
Bílarnir ösluðu áfram í tnarg'
litu ljósbriminu, eins og í enda-