Eimreiðin - 01.05.1963, Síða 80
168
EIMREIÐIN
völdum, kvaddi ég hann, einn
mi n niss tæðas ta persón u 1 ei ka,
sem ég hafði komizt í kynni við.
Hann óskaði mér farsældar og
bað mig að vera lífinu trúr í
starfi mínu.
Eg sá hann aldrei framar.
Eg hafði liins vegar fréttir af
Ihonum, las einstaka sinnum
'greinar eftir hann í dönskum
blöðum og tímaritum. Heyrnar-
leysi hans ágerðist og olli hon-
um vaxandi erfiðleikum í starfi.
Sumarið 1939 varð hann sjötug-
ur og sagði embætti sínu lausu.
— I>að var hans örlagaár. Þá kom
síðasta rit hans út í frumútgáfu
á vegum Gyldendals. Það voru
■endurminningar hans frá æsku-
<og skólaárum. „Drengeliv i Kro-
<en“ kallaði hann bókina. End-
urminningarnar eru gæddar stíl-
töfrum, blæbrigðum ljóðrænnar
'fegurðar, eftirminnilegum per-
sónulýsingum og nokkurri
ádeilu, sérstaklega þar sem hann
segir frá latínuskólaárum sínum
í Óðense. En ef til vill má segja,
að fyrst og fremst beri þær ein-
kenni þess að vera skrifaðar af
manni, sem var umfram allt
eftirsóknarvert að vera í sem
nánustu tengslum við hið 1 if-
andi líf.
í byrjun ágústmánaðar var
Rasmussen á ferðalagi í Belgíu-
Blika þeirra örlagaveðra, sem 1
nánd voru, nálgaðist óðum, og
auðsætt mátti telja að styrjöld
brytist þá og þegar út. Rasmus-
sen var einlægur friðarvinur og
hatursmaður þess hugarfars,
sem leiðir til styrjalda. Kenn-
ingar og framferði þýzkra naz-
ista var honum í jarstæðukennt
og óhugnanlegt brjálæði.
Einn hinna hótandi ágústdaga
varð Rasmussen fórn umferðar-
innar í Belgíu. Hann varð fyri1’
bíl og beið bana.
Nokkrum vikum seinna skall
styrjöldin á. Og næsta vor her-
námu Þjóðverjar Danmörku. —
Hernám þýzkra nazista hefði
trúlega orðið hinum aldna frels-
isvini ofraun.
Dauðinn var honum miskunn-
samur.