Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1963, Side 100

Eimreiðin - 01.05.1963, Side 100
188 EIMREIÐIN Ef höfundur kann sitt verk, verða nýj- ungar vel þegnar af lesendum, jafnvel ]jó þeim finnist þær mikil vitleysa. Maður lifir ekki á eintómri skynsemi fremur en einu saman brauði. Sumir segja með fyrirlitningu, að guðspekin sé austræn speki. Eg get ekki skilið að hún sé neitt verri fyrir það. Kristin trú er líka austræn. Við erum öll að austan. Sjálfir Æsir voru að austan. Sennilega austan úr As- sýríu. Gretar syngur eins og fugl á kvisti, sbr. fyrstu vísuna í Ljóðvængjum. Kvisturinn, senr hann situr á, er grein á hinum mikla rneiði guðspekinnar. Og ekki verður dregin fjöður yfir það, að Ijóð hans eru meira og minna þrungin guðspekilegum hugmyndum. Gretar Fells er mesta skáld, sent guð- spekin hefur átt hér á landi til þessa. Harpan er góð og hann slær liana vel og syngur undir. En Gretari liggur lágt rómur. Skáldið vantar meiri mátt í raddböndin. Sum ljóð Gretars eru þó sönghæf vel og söngblíð. Það hafa tónskáldin fundið og gert sönglög við, t. d. Sigvaldi Kaldalóns o. fl. í sum- um kvæðum hans finnst mér meiri prédikun en skáldskapur. Það stafar al því, að lröfundurinn er nreiri ræðu- maður og rithöfundur en skáld. Oft finnst mér Gretar komast nrjög vel að orði og viturlega í kvæðum, sem liafa lítinn skáldskap að geyma. Höfundur er meiri skáldspekingur en skáld. Og er þetta meira en hægt er að segja um ýmsa, sem nú eru kallaðir góð skáld. Hér er sjálft skáldið Gretar Fells á ferð: Blaka ég ljóðvængjum. Bládjúp himins eru mig allt um kring, og í ljósöldunr lofthafsins mikla baða ég sál mína’ og syng. Blaka ég ljóðvængjum. Berst ég glaður upp yfir storð og stund. Hverfur og gleymist í himinljóma húm yfir harmanna gruntl Moldin er sterk og margt, sem bindur. Vizkunni er varnað máls. Blaka ég ljóðvængjum, Bresta lilekkir jarðar — og ég er frjáls. í þessu kvæði er skáldlegur þróttur bæði í hugsun og lormi. Þannig getur Gretar í geimfari sínu kannað allan veraldar-veg. Þá er hér htið Ijóð, sem heitir Ljóð: Ljóð er tilfinning lífi þrungin, söngur hjartans á svanavængjuin- Ljóð er hugsun í litklæðum. Þetta ættu ungu skáldin að festa sér í minni. Sigurjón Jónsson■ Grelar Fells: ÞAÐ ER SVO MARGT- Erindi, 1. og 2. bindi. Útgefandi: Skuggsjá. Hógværlega og hávaðalaust heL*1 Gretar Fells ýtt lrér á flot tveimur stói - um bindum, nær 600 bls. alls, í l*11*'’ minna broti en Eimreiðin, og von e* á fleirum. Verður þetta allt mikið verk og merkilegt. Eru þetta fyrirlestrar' senr hann hefur flutt í útvarpinu og f- fundum í Guðspekifélaginu og birzt liafa á víð og dreif í Ganglera, tímarit* guðspekinema. Ritstjóri þess hel*1* Gretar verið síðan 1935. Og lengi beí" ur hann verið deildarforseti fyrir L' landsdeild Guðspekifélagsins. Fyrs*1 forseti deildarinnar var séra Jak«b Kristinsson. Fyrsta Guðspekifélag l*e*
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.