Eimreiðin - 01.01.1965, Page 13
Janúar—aþril 1965 - /. hefti - LXXI. ar
EIMREIÐIN
Stofnun Eimreiðarinnar
fyrir 70 árum
Boðsbréf og fleiri heimildir.
Nú þegar Eimreiðin leggur út á áttunda áratuginn er ekki ur
vegi að rifja lítillega upp útgáfusögu hennar frá því hún var stofn-
uð úti í Kaupmannahöfn fyrir 70 árum. Hér verður þó einkanlega
sagt frá undirbúningnum að stofnun ritsins. Það vill svo vel til, að
komið hafa í leitirnar allnákvæmar heimildir um stofnun Eimreiðar-
innar, sem ekki hafa áður verið birtar, og verða þær raktar að nokkru
hér á eftir.
Þessar heimildir eru geymdar í bréfasafni dr. Valtýs Guðmunds-
sonar í handritasafni Landsbókasafnsins. Þarna er meðal annars um
að ræða nokkur eintök af boðsbréfi, sem send liafa verið út nokkru
áður en Eimreiðin hóf göngu sína, til þess að kynna liið fyrirhugaða
tímarit og afla því áskrifenda, og ennfremur nefndarálit félagsins
nafnlausa, en þar ræðir um stofnun tímarits með því fyrirkomulagi,
sem viðhaft var, þegar Eimreiðin liljóp af stokkunum. í félagi þessu
mun dr. Valtýr einmitt hafa verið mikill áhrifamaður, en hann
skrifar fyrstur undir umrætt nefndarálit.
Það hefur vafalaust verið ýmsum örðugleikum háð fyrir 70 árum
að efna til útgáfu íslenzks tímarits í öðru landi og byggja þó afkomu
þess og framtíð einkum á útbreiðslu heima á íslandi. Á hinn bóginn
kann það þó einmitt að hafa verið ávinningur fyrir Eimreiðina, eins
og á stóð, að ritstjórinn var búsettur í Kaupmannahöfn við þá að-