Eimreiðin - 01.01.1965, Side 22
10
EIMREIÐIN
Brautin.
En ef við nú reyndum að brjótast það beint
þó brekkurnar verði þar hærri?
Vort ferðalag gengur svo grAtlega seint,
og gaufið og krókana höfum við reynt —
og* framtiðar landið cr fjærri
Að visu’ er það harmur, að visu’ et það böl,
hvað við erum fáir og snauðir;
en það verður sonunum sárari kvöl
að sjd að við kúrum i þessari möl,
og allir til ónýtis dauðir.
Þar biða þó óðöl hins ónumda lands
að entum þeim klungróttu leiðum:
sú friðkeypta ættjörð hvers frjálsborins manns,
sem felur hin skinandi sigurlaun hans
að baki þeim blógrýtis heiðum.
Og munið, að ekki var urðin sú greið
til áfangans þar sem við stöndum,
þvi mörgum á förinni fóturinn sveið,
er frumherjar mannkynsins ruddu þá leið
af alheimsins öldum og löndum.
Og opt hcfur frægasta foringjans blóð
á fjöllunum klappirnar skolað,
cn það hefur örvað og eggjað háns þjóð,
þvi alltaf varð grciðara þar sem hann stóð.
bað blóð hefur blágrýtið holað.
A fyrstu siðu i 1. hejli Eirnreiðar-
innar 1895 birtist livœðið Brautin
eflir Þorstein Erlingsson. Fyrstu 5
erindi kvœðisins eru hcr Ijústnynd-
uð i hálfri leturslœrð.
lega. Þar sem hann nú Iielur valið liinu nýja tímariti það nal:n, sem
það hefir fengið, þá rnunu flestir gizka á, að hann ætli sér ekki að
láta umræðurnar um þetta mál l'alla niðtir, enda er því svo varið.
Fyrsta ritgerðin og aðalgreinin í heftinu er um járnbrautir og ak-
hrautir og er eftir ritstjórann sjálfan . . .“
Síðan endursegir ísafold meginefni greinarinnar, og getur um
annað efni í ritinu, og segir að lokum: ,,Að síðustu skal jjess getið,
að Eimreiðin færir nrönnum fallega mynd af dreng á bæn, er íslenzk-
ur myndhöggvari í Kaupmannahöfn, Einar Jónsson frá Galtafelli,
hefir mótað og var að höggva í marmara, þegar heftið kom út.“
Þannig efndi dr. Valtýr Guðmundsson strax í fyrsta heftinu það
fyrirheit úr boðsbréfinu, að „ritið nnmi jafnan verða prýtt með
myndum til skemmtunar og skýringar."
Þeir, sem kynna sér Eimreiðina munu líka sjá, að í flestu öðru
hefir efnisvalið farið el tir því, sem Iieitið var í upphafi, og svo hefur
raunar verið allar stundir frá því ritið hóf göngu sína. Allir þeir
aðilar, sem staðið hafa að útgáfu Eimreiðarinnar hafa kostað kapps