Eimreiðin - 01.01.1965, Qupperneq 33
EIMREIÐIN
21
Sumarið 1930 komu tveir ungir Borglirðingar iram á sjónarsviðið
í Eimreiðinni, sem báðir eru fyrir löngu orðnir þjóðkunnir fyrir
1j<)ð sín, þeir Snorri Hjartarson og Guðmundur Böðvarsson. Kvæði
bnorra „Sumarkvöld á Sjálandi" og kliðhendur hans tvær báru með
sér ósvikinn ljóðrænan blæ. Kvæðið um Sjáland hefst þannig:
„Akranna gulu bylgju-brjóst
blærinn mjúklega strýkur.
Húmið læðist um hljóðan skóg.
Háreysti dagsins víkur“.
Guðmundur Böðvarsson hóf förina með kvæðinu: „Á heimleið.'
Siðar á sama ári birti ég kvæðið lians: „Aftansólin eldi steypir." En
þetta litla, yfirlætislausa, en seiðmagnaða ljóð hefst á þessu erindi:
„Aftansólin eldi steypir
yfir skýjamúr,
urðin ljómar öll og glitrar
eftir daggarskúr.
Þekkti ég barn, sem lórnir færði,
féll á kné og bað:
Töfrasi Ifur, sindurgu 11,
sól mín, gef mér það!
1 uttugu og tveimur árum síðar, þegar Guðmundur var orðinn
þjóðlrægt skáld, sendi liann mér þá nýútkomna ljóðabók sína með
heitinu „Kristallinn í hýlnum,“ áritaða þessari vinsamlegu kveðju:
„Með þökk fyrir allan blýleik þinn í garð ungs manns l’yrir mörg-
11111 arurn síðan“. Mér þótti vænt um kveðjuna og þykir enn. Þökk
unna sendi ég honum þá samstundis — í huganum að minnsta kosti.
Gg þar sem ég hef heyrt, að liann sé aftur seztnr að á Kirkjubóli
únnai fögru Hvítársíðu, þar sem fyrstu kvæðin lians urðu til, sendi
eg honum kveðju mína og samfagna honum hjartanlega með að vera
aftiir kominn heim.
Það væri ástæða til að nefna marga fleiri ef rúmið leyfði, sem
,lUu 1 Eimreiðinni I jóð, sögur og ritgerðir á þessum liðnu árum, en
l)að y1®1 alltof langt mál. Ég vil aðeins nefna I jóra frá þessum tíma,
sem allir voru sérstæðir, liver á sinn liátt, nú allir látnir, en hafa allir
atið eftir sig mikilvægan þátt í íslenzkri bókmennta- og listasögu.
n Þa® eru skáldin Einar Benediktsson, Guðmundur Kamban,
,l' íð Stefánsson og listamaðúrinn Einar Jónsson, myndhöggvari.