Eimreiðin - 01.01.1965, Page 46
34
EIMREIÐIN
Þetta er engin tilviljun. Jafnframt því og Eimreiðin hefur frá
byrjun flutt iróðlegt, skennntilegt og fjölskrúðugt lesmál, hafa allir
ritstjórar hennar skilið vel og metið að sama skapi þjóðræknislega
baráttu og menningarlega viðleitni íslendinga í Vesturheimi; lýsir
Jretta sér glöggt í greinum um íslendinga Jreim megin hafsins, rit-
störf Jreirra og aðra starfsemi, og í þeirri hlýju, sem til Jreirra andar
í ritinu, fyrr og síðar. Ohætt mun einnig mega segja, að ritstjórarnir
hali eigi aðeins verið vinamargir meðal landa sinna vestan liafsins,
heldur hafi Jreim einnig „runnið blóðið til skyldunnar' í þeim skiln-
ingi, að þeir liafi átt frændur, ef til vill, náin skyldmenni Jreim meg-
in hafsins. Alkunnugt er Jrað, hve nánuin ættarböndum dr. Valtýr
Guðmundsson, stofnandi og fyrsti ritstjóri Eimreiðarinnar, var
tengdur íslendingum vestan hafs; og liefur Jrað rif jast upp fyrir mér
við að lesa hið nýútkomna og gagnmerka úrval úr bréfum lians til
móður hans og stjúpföður í Vesturheimi, Doktor Valtýr segir frá, í
prýðilegri útgáfu dr. Finns Sigmundssonar fyrrv. landsbókavarðar.
Eimreiðin átti því sannarlega gott faðernið, og vel hafa Jreir, að
mínum dómi, fetað honum í spor, ritstjórarnir, sem síðar komu, og
hef ég Jrar sérstaklega í huga Svein Sigurðsson, er í áratugi var út-
gefandi og ritstjóri, og skipaði því þann sessinn lengst næst el'tir dr.
Valtý. Þá sýnist mér ritinu hafi verið haldið vel í liorli í höndum
núverandi ritstjóra.
Segja má með sanni, að Eimreiðin hafi lagt sinn mikla skerf til
menningarlegrar brúarbyggingar milli fslendinga yfir hafið frá báð-
um ströndum. Annars vegar hefur luin flutt íslendingum vestan hafs
kvæði, sögur og ritgerðir eftir mörg ágætustu skáld og fremstu rit-
höfunda heimaþjóðarinnar, og vafalaust með Jreim hætti hal't meiri
áhrif en margan grunar, þó að erfitt sé að festa hendur á slíku, livað
þá meta það eða vega. Hins vegar hefur hún fært íslendingum aust-
an hafsins ljóð, sögur og ritgerðir eftir mörg beztu skáldin og fær-
ustu íslenzku rithöfundana í Vesturheimi, að ógleymdum öðrum
frásögnum um Jrá eða frá þeim, meðal annars ítarlegar ritgerðir um
bókmenntaiðju þeirra í heild og um einstiik skáld þeirra og rithöf-
unda, og afreksmenn á öðrum sviðum. Hefur J^etta drjúgum aukið
þekkingu íslendinga heima fyrir á þjóðbræðrum Jreirra og systrum
í Vesturheimi, og um leið skilning á Jreim og samtið í þeirra garð.
En með Jressari bókmenntalegu og menningarlegu starfsemi sinni
frá báðurn ströndum hefur Eimreiðin verið ein af þeim sterku stoð-