Eimreiðin - 01.01.1965, Qupperneq 74
EIMREIÐTN
r> 2
tvær, en í norðurherberginu voru
aðeins tvö rúm. Gluggi var á norð-
urstafni með fjórum rúðum. Þetta
var vinnumannaherbergið.
Bæjardyriiar voru austan við
baðstofuna og var stigi úr þeim
upp í baðstofu, einnig mátti ganga
J>aðan inn í fjósið. Geymsla rúm-
góð var yfir bæjardyrum. Næsta
hús við bæjardyr var búrið. Það
var ekki Jjiljað og aðeins lítill
gluggi. Þarna var allur súrmatur
geymdur. Austast var eldhúsið.
Þetta var hlóðaeldhús og innar af
Jjví var eldiviðargeymslan. Elds-
neyti var að mestu leyti tað eða
skán. Mótekja var engin og kol af
mjög skornum skammti, aðeins
notuð til smíða. Oft var eldsneytis-
skortur, og var J>á stundum brennt
Jjurrum mosa, sem tekinn var í
hrauninu eða melstöngum, en mel-
skurður var dálítill í hrauninu, en
Jjetta var neyðarúrærði, Jjví að
reykur kom mikill af slíku elds-
neyti. Innangengt var í öll jjessi
hús.
Vestan við baðstofuna var
skemma. Þar voru geymdir reið-
ingar og reiðtygi. Yzt í lnisaröð-
inni var smiðjan. Öll sneru lnisin
stöfnum mót suðri. Þökin voru
hellulögð og tyrfL yfir, varð oft
loðið gras á Jjökunum.
Sunnan undir endilangri húsa-
röðinni var hellulögð slétt, en Jjar
lyrir neðan nokkuð stór kálgarð-
ur, Jjar sem ræktaðar voru kartöfl-
ur og gulrófur.
Stór lieyhlaða var að húsabaki
og sneru dyrnar mót suðri. Var
hún fyrsta húsið, sem þakjárn var
sett á.
Brött brekka var austan við bæ-
in og niður með henni rann bæj-
arlækurinn. Þetta var uppsperttu-
lind og fraus aldrei á vetrum og
var hið ágætasta vatnsból.
Fyrir aldamótin voru liarðir vet-
ur og varð J>á stundum svo ntikill
snjór í dalnum, að bærinn fór
næstum í kaf, enda var hann ekki
háreistur. Þá varð að moka snjó-
göng út úr bæjardyrum og ekki
birti í baðstofunni, fyrr en búið
var að moka frá glugganum. Við
krakkarnir skemmtum okkur ágæt-
lega við að grafa göng gegnum
snjóskaflana, byggja snjóhús og
snjókerlingar. Við lærðum líka
snemma að renna okkur niður
brekkur og höfðum tunnustafi fyr-
ir skíði eða sleða. Þegar Skaftá
lagði, renndum við okkur á skaut-
um eftir ísnum. Skautarnir voru
reyndar leggir úr stórgripum.
Við áttum líka stórbú, kýr, kind-
ur og liesta. Þetta voru sauðarvöl-
tir, leggir og kjálkar. Bæi byggð-
um við úr torfi og grjóti. Féð rák-
um við á afrétt á vorin, smöluð-
um Jjví á haustin og geymdum Jjað
í fjárhúsinu á vetrurn. Yfirleitt
höguðum við búrekstrinum í sam-
rænti við Jjað, sent við sáum til
fullorðna fólksins. Aldrei leiddist
okkur eða söknuðum annarra
skemmtana, enda Jjekktust J>ær
ekki. Þannig liðu fyrstu æviárin.
Mjög langt er til næstu bæja frá
Skál. Þó var töluverður gestagang-
ur, einkum vor og haust. Vegur-
inn yfir Skaftáreldahraunið lá
sunnan megin Skaftár og marga
fýsti að á hjá okkur. Vað var á
Skaftá skammt frá bænurn, en oft-