Eimreiðin - 01.01.1965, Síða 88
76
EIMREIÐIN
Leiðin liggur lengsL aí um frjó-
samt land, hrein andstæða auðnar-
innar milli San Sebastian og Mad-
rid. Fyrst er ekið um akurlendi og
olíuiðnaðarsvæði, seinna eitt frjó-
samasta víniðnaðarland Spánar.
Hvarvetna er fólk við vinnu á ökr-
um með múlasna eða hesta fyrir
plógi. Vélar sjást varla. Meira að
segja bifreiðar halda sig ekki aíll-
of mikið á vegum úti. Það er mik-
ið um bíla í borgunum, alveg sér-
staklega í þeim stóru eins og Mad-
ritl og Barcelona .En ]iað er eins
og bílarnir lelji sig ekki eiga riéin
erincli upp í sveit. Þar eru ferfæt-
lingarnir, sem draga ækin eða
flytja fólk rnilli þorpanna og býl-
anna. Þetta er hálfgerður seina-
gangur, Asnarnir rölta sinn hæga
hestagang og það er eins og að
ekkert afl veraldarinnar komi þeim
úr þessu letilega jafnvægi, þessari
asnalegu ró, sem ýmist cr einkenni
snillings eða — asna.
Víða dæla asnar vatni úr vintlu-
brunnum. Þá ganga þeir sama
hringinn klukkustundum saman.
Þetta fannst mér líka asnalegt fyr-
irbæri. Þeir eru notaðir mikið til
reiðar, og þá ýmist riðið klolvega
eða söðulvega. Stundum þremennt
á þeim. Meir, þó um það að ridd-
arinn sé einn, en silji ofan á hlassi,
sem asninn er látinn bera. Undar-
legt burðarþol, sem þeir hafa —
jafn litlar skepnur! Sums staðar sá
ég asna í hafti, áþekkt og hesta hér
heima.
Bíllinn okkar rennir sér inn í
fallegt gljúfur, sem liggur milli
hæðardraga nokkurra eða lágs fjall-
lendis. Á þessum slóðum eru mörk
Katalóníu og Andalúsíu. Við ök-
um inn í spánskasta hérað Spánar,
land lífsnautnar og unaðar, land
söngva og dansa.
Ávalar hæðir blasa hvarvetna við
augum. Þær eru eins og konu-
brjóst — eða Hollin austur í Rang-
árvallasýslu. Bémdabæirnir lág
steinhús, byggð í stíl Þóris Bald-
vinssonar, samt með færri glugguin
og smærri. Spánverjar haía ekkei'i
við stóra glugga að gera. Hingað
og þangað sáust heykuml frá sumr-
inu áður meðlram vegtmum. Það
minnti mig á fornbýla bændur
heima á íslandi. Útsýni er mikið,
víðátturnar geypilegar, loltið tært
og landið skóglaust — guði sé lob
Klukkan sjö um kvöldið ókuin
við inn i Sevilla — þriðju stærstu
borg Spánar og höfuðborg Anda-
lúsíu.
Sevilla er byggð í stíl Mára. Hún
ber flest einkenni norðurafrí-
kanskra borga, húsin reyndar eilít-
ið hærri, en meginsvipurinn sa
sami, látlaus en þó fögur og slíl-
hrein, og svo hvít að maður undr-
ast. Hvergi hef ég fundið í jafn
ríkum mæli til fálætis og trassa-
háttar landans í útliti hýbýla sinna
eins og þá daga, sem ég dvaldi 1
Sevilla. Áður en ég kom þangað
suður, hélt ég að Spánverjar væru
með sama marki brendir og aðrar
Suðurlandajrjóðir, en þær eru flest-
ar hirðulitlar með útlit húsa sinna.
En þarna var allt hvítt og fágað og
þrifalegt svo af bar. Sama hve
hreysi var af miklum vanefnum
gert og fátæklegt í alla staði, að
hvergi mátti sjá kusk eða drasl,
hvergi óhreinindi í neinni mynd-