Eimreiðin - 01.01.1965, Qupperneq 122
110
ElMREimN
komið til sögunnar öllum aft’ óvörum.
Eu auðvitað’ verður aldrei unnt að
grafazt fyrir rætur þessa einkennilega
máls; verður ltver að hafa þá skoðun
á því, sent honum þykir sennilegust.
Eg hef aðeins viljað leiða athyglina
að því, að það er oft nauðsynlegt að
leita út fyrir það, sem teljast verður
„praktískt" skynsamlegt, ef menn vilja
komast nær kjarna atburðanna og
heimildir eru fáar. Það er rétt, sem
segir í lok greinarinnar, að gátan í
sambandi við Þórdísarmálið verði
naumast ráðin liéðan af.
Ég hef í upphafi þessa greinarkorns
tilgreint ritgerðir bókarinnar. Mér
varð strax ljóst, að ekki var unnt að
gera þeim skil í stuttri bókarfregn,
og verða því aðeins fáar nefndar.
Tvær ritgerðir fjalla um einveldis-
skuldbindinguna í Kópavogi 1602.
Skoðun höf. á þeim atburðum er all-
mjög frábrugðin því, sem kennt er í
sögubókum, einkum að því er snertir
framkomu þeirra Brynjólfs biskups og
Arna Oddssonar. Er þar sýnt frarn á,
að þeir hafi staðið vel á verði um rétt-
indi þjóðarinnar og alls ekki bugast
fyrir danska valdinu. Er nú orðið
hærra risið á Jslendingum en um og
eftir siðaskiptin. Höf. hafnar alger-
lega grátsögunni um Árna Oddsson og
gunguskap biskups. Röksemdafærsla
hans verður ekki rakin hér, en mönn-
um ráðlagt að lesa bókina.
Svo sem til gamans má geta þess, að
höf. telur, að þjóðsagan um biskup og
lögmann liafi átt talsverðan þátt í því
að „Uppkastið“ var fellt 1908.
Þá er ítarleg ritgerð um Bræðra-
tungumálin, sem einkum hafa orðið
kunn eftir að Halldór Laxness samdi
Islandsklukkuna. Eins og kunnugt er,
hafa flestir sagnfræðingar hallað mjög
á Magnús í Bræðratungu, og svo sem
ekki komið auga á blett eða luukku i
fari Árna Magnússonar. Höf. telur, að
jiessu sé jjveröfugt farið og færir að
því miirg rök. Ég segi fyrir mig, að ég
tel rök hans stappa nærri fullkominni
sönnun. Frá jrví fyrsta er ég las uin
jaessi málaferli, hafði ég myndað mér
skoðun, sem er mjög á sömu lund og
hér er lagt á borð fyrir lesendur.
Annars er jtað undarleg örlög, seffl
sá mæti maður, Árni Magnússon, Iief-
ur sætt meðal jijóðar sinnar. Hann
hefur verið gerður að nokkurs konar
jjjóðhetju. En flestir jreir, sem jiann
heiður hafa hlotið, hafa auðgað Iand
sitt að einhverju leyti, með sleitulausri
baráttu fyrir rétti jjess, og hjá sumuffl
öðrum jjjóðum með sigursælum styrj-
öldum og ránsfeng í hú. En Árni
Magnússon rúði land sitt dýrmætustu
eign þess og flutti til annars lands,
jjar sem mikið af Jjessum verðmætuffl
varð eldstoða að bráð. Kynslóð eftir
kynslóð hefur athugasemdalítið gleypt
við þeirri fullyrðingu, að Árni hafi
bjargað liandritunum frá tortímingu,
og hafa menn þá steingleymt þeirri
staðreynd, að nærri lá að Jjau glötuð-
ust algerlega 1728. Svo sefjandi hefur
áróðurinn um eymd landsmanna á
átjándu öldinni verkað á þjóðina.
Önnur ritgerð fjallar um Árna
Magnússon og erfðaskrá lians, sem há-
skólinn í Kaupmannahöfn byggir á
eignarrétt sinn til handritanna. Frá-
sögnin er spennandi eins og reyfari,
jjótt hér sé um blákaldar staðreyndir
að ræða. Sýnt er fram á að hin marg-
umtalaða erfðaskrá sé algerlega ógilt
plagg, bæði samkvæmt þágildandi og
núgildandi lögum.
Þetta er nú orðið allt of langt mál
og verður hér látið staðar numið.
Mönnum er ráðlagt að lesa þessa bók.
Frásagnarháttur höfundar gerir hana
að skemmtilestri og meðferð efnisins
livetur til nánari umhugsunar uffl
margt í sögunni, sem hingað til hef-
ur ekki verið nægilegur gaumur gef-