Eimreiðin - 01.09.1965, Page 4
Au^lýsm^ til Itúslsyééjenda
Hinn 21. sept. sl. staðfesti Félagsmálaráðuneytið nýja reglugerð um lánveitingar
Húsnæðismálastjórnar. Reglugerð þessi var síðan birt í B-deild Stjórnartíðinda
liinn 15. okt. sl. Nauðsynlegt er að vekja atliygli Jieirra, sem hyggjast sækja um
lán til Húsnæðismálastjórnar, á j)ví að samkvæmt 14. gr. þeirrar reglugerðar
skal Húsnæðismálastjórn fylgja eftirfarandi reglum varðandi stærð nýbygginga
við úrskurð um lánsliæfni umsókna:
a) Fyrir fjölskyldu, sem telur 1-2 meðlimi, allt að 70 m2 hámarksstærð, netto.
b) Fyrir fjölskyldu, sem telur 3-5 manns, allt að 120 m2 hámarksstærð, netto.
c) Fyrir fjölskyldu, sem telur 6-8 manns, allt að 135 m2 hámarksstærð, netto.
d) Séu 9 manns eða fieiri í heimili, má bæta við hæfilegum fermetrafjölda
fyrir hvern fjölskyldumeðlim úr því með þeirri takmörkun hámarksstærðar,
að ekki verði lánað út á stærri íbúðir en 150 m2, netto.
Varðandi b-, c- og d-Iið, skal þess sérstaklega gætt, að herbergjafjöldi sé i
sem mestu samræmi við fjölskyldustærð. Öll fermetramál skulu miðuð við
innanmál útveggja.
Þá skal einnig bent á, að samkvæmt 13. gr. sömu regiugcrðar, skulu umsækjendur
— á meðan eftirspurn eftir lánum hjá Húsnæðismálastjórn er ekki fullnægt —
sem svo er ástatt um, og lýst er í stafliðum a til e bér á eftir, eigi fá lán:
a) Eiga eða hafa átt sl. 2 ár nothæfa og fullnægjandi íbúð, þ. e. 12 m2 netto
pr. fjölskyldumeðlim að innanmáli herbergja og eldhúss.
b) Byggja stærri íbúðir en ákveðið er í 14. gr.
c) Byggja fleiri en eina íbúð.
d) Hafa góða lánsmöguleika annars staðar, t. d. sambærileg eða betri en lan
samkvæmt reglugerð þessari veita, eða næg fjárráð, að dómi Húsnæðis-
málastjórnar, svo að þeir geti betur komið íbúð sinni í nothæft ástand,
án frekari lána, miðað við umsækjendur, er afgreiðslu bíða.
e) Fengið hafa hámarkslán á sl. 5 árum, nema sérstakar ástæður séu fyrir
hendi að dómi Húsnæðismálastjórnar.
Þetta tilkynnist yður hér með.
ffúsnæðísmálastofnun ríkisíns