Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1965, Side 18

Eimreiðin - 01.09.1965, Side 18
214 EIMREIÐIN iðnari og tryggari sál finnst ekki í víðri veröld en hún. Vegna þess eins, að liún gengur við hlið hans, er hann sem annar maður. Honum fyndist ekki of mælt, að liann væri kátari, prúðari og betri en hann var fyrir stundu. „Að mér heilum og lifandi,“ taut- aði hann með sjálfum sér, — ,,á ég ekki að biðja hennar undir eins? Hugur minn stendur ekki til ann- arra kvenna. Hún er alveg einstök. Sjálfselsk er hún ekki, og lífsgleði hennar mun ekki dvína, þótt fá- tækt og erfiðleikar steðji að.“ Enda þótt hann hafi tekið ákvörðun, frestar hann bónorðinu enn um sinn. Það var víst og satt, að hann liafði vonað, að afviknara væri þar í kirkjugarðinum en raun var á. Þar er of rnikið bersvæði. Fólk getur séð þau úr öllum áttunr. Upp úr moldinni leggur hálf- gerðan hráslagakulda til þeirra þrátt fyrir sólskinið. Hann ætlar, að það stafi af því, að þeli í jörðu sé að þiðna, en hún telur hins vegar, að hinir dauðu sendi kuldann frá sér til þess að stugga við þeim úr kirkjugarðinum. „Þið hjúin og hugrenningar ykkar eru okkur eng- in aufúsa. Þess háttar ástarbrími kemur illa við okkur, sem erum gengin og grafin og höfum ekki af öðru að segja en kulda og myrkri.“ Hin ríka gleði, sem tendraðist í hjarta hennar, þegar hún hitti hann fyrir skammri stund, slokkn- ar nú smám saman. Hún gerist ótta- slegin og kvíðin, eins og hún hefur verið allt liðlangt árið, síðan Axel réðst vinnumaður hjá ríku ekkj- unni í Hamragörðum. Ekkjan þótti fögur kona og tígu- leg, og fólk var tekið að gauka um, live hún liti hann hýru auga. Það var að vísu satt, að hún var rúmum tíu árum eldri en hann, en það bætti úr, að hann yrði gildur mað- ur og stórbóndi, ef hann tæki henni. Hann tekur nú að spyrja um ýmislegt að heiman. Hann gerir það til þess eins, að þau skuli ekki ganga steinþegjandi, og í fyrstu gefur hann því engan gaum, hverju hún svarar. En þegar hún innir frá smábreytingum, sem orðið hafa í hjáleigunum báðum, meðan hann hefur verið að heirnan, vaknar áhugi hans brátt. Allt þar heima verður honum lifandi fyrir hug- skotsauga. Og í öllu þar heima tók hún þátt. Einkum tók hún snaran þátt í því öllu, sem var Ijúft og fagnaðarríkt að minnast. „Ég held,“ hugsar hann, „að það hafi verið Guðs vilji, að ég skyldi mæta Ingu hér í dag. Ég vissi alls ekki, að hún myndi líka koma hérna bráðsnemma, enda þótt ég vonaði að sjálfsögðu að hitta hana, þegar ég þaut af stað að heiman.' Hann verður ánægðari með hverri mínútunni, sem líður. „Var ekki rétt eins og einhver hefði hnippt í mig í gær, þegar húsmóð- irin spurði, hvort ég vildi vista mig hjá henni næsta ár, — og varað mig við að svara játandi? Ég guggnaði ekki heldur, enda þótt ég sæi, að lienni líkaði miður, er ég sagði, að ég gæti ekki gefið henni svar fyrr
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.