Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1965, Síða 20

Eimreiðin - 01.09.1965, Síða 20
216 EIMREIÐIN hefja bónorðið hér, en freistar að koma sér úr klípunni með því að spyrja kæruleysislega: „Ber annars nokkuð til tíðinda heima?“ Hún hikar dálítið, áður en hún svarar. Enn veitir hún athygli kalda súgnum frá grundinni, og hún, sem hefur alizt upp langt uppi í myrk- um skóginum, þar sem fólk talar sífellt um allt hið skelfilega, sem bærist handan við heim lifandi manna, hún heldur, að kaldar hendur hinna dauðu séu að veifa til hennar og valdi þessum súg, þeir vilji, að hún hypji sig brott úr landareign þeirra. En í sömu svip- an sér hún, að nokkur netlufiðrildi flögra fram hjá henni í ástaleik og karlfugl bókfinku, sem hefur tildr- að sér upp á trékross, rekur upp dillandi kvak. Og ósjálfrátt spyr hún í huga sér, hvernig því víki við, að dýrin, í allri þessari frygð, megi hafast við í kirkjugarðinum, hvers vegna hinir dauðu komi því eigi til leiðar, að þeim verði þar ekki vært. „Það er vegna þess, að vorið vill hafa Jrað svo,“ anzar hún sjálfri sér. Og máttur vorsins er meiri en máttur hinna dauðu. Og allt í einu tekur hún gleði sína aftur, því að upp lýkst fyrir henni, að vorið styður hana. Og fulltingi vorsins er ómetanlegt. Hún ákveður að gefa Axel undir fótinn, láta hann hafa eitthvað til þess að ganga að vísu. Hann stend- ur svo vandræðalegur við bauta- steininn og getur ekki stunið því upp, sem honum býr í brjósti. „Þú hefur ef til vill ekki heyrt, að Jón Eskilsson, sem hefur haft ábúð á Álfhjáleigunni, lagði upp laupana í vikunni, sem leið.“ Hún horfir fast í augu honum, meðan hún segir þetta, og því nær ósjálfrátt leggur hún sérstaka áherzlu á orðin. Hann hefur um stund verið úti á þekju, en skyndilega er áhugi hans vakinn. „Mér þykir þú segja tíðindi,“ kallar hann upp. „Þá verður Álf- hjáleigan laus til ábúðar. Má vera að landsdrottinn byggi mér hana, og þá get ég flutzt þangað Jregar í haust.“ Loksins skildi hann, hvað hún fór. Hún hefur einmitt komið til þess að segja honum þetta. Hún hefur ekki efast um viðhorf hans. Hún elskar hann, hún veit, að hon- um þykir vænt um hana, og í hjart- ans einlægni hefur liún hraðað ser til kirkjunnar til að skýra honum frá, að nú séu tök á Jjví fyrir þan að hugsa um lijúskap. Og þegar Jjau hafa skipzt á þess- um orðum, veita þau því athygln að sólin vermir sýnu meir en áður og anganin frá hraðvaxandi brunU gróðrarins er því nær kveljandi sterk. Gegnum loftið streymir eitt- hvað feiknarlegt, sem er raunveru- lega ekkert annað en hið kynlega afl vorsins. Þeim finnst, að gras og blóm og lauf vilji ryðjast fram skyndilega. Þau finna, að hjörtu sjálfra Jreirra þenjast út, að ui þeim spretta rauð blóm ástarinnar. Hún hopar á hæli, en hann Ju1' ur til hennar, hrifinn og ölvaður, án þess að ígrunda, hvernig hann
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.