Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1965, Side 21

Eimreiðin - 01.09.1965, Side 21
EIMREIÐIN 217 eigi að biðla, flaumur ástarorða er að því kominn að brjótast fram af tungu hans. ftn þegar hann er aðeins kominn hálfa leið, rekur hann fótinn í emhvern harðan hlut, sem stendur upp úr grassverðinum, hnýtur, og er að því kominn að slengjast. Hann horfir niður á sinuflókann í þúfunum, sem þekur grundina. Þar bryddir á einhverju gljáandi, sem hann sparkar í. »,Það er sjálfsagt steinn, sem hef- ur skotið upp, þegar klakinn bráðn- aÚi — eða livað?“ segir stúlkan. Hann losar um hlut, sem virðist 'era kringlóttur, moldina, sem við hlutinn loðir, strýkur hann af á loðinni þúfu og tekur að rýna í hann. „Þetta er ekki steinn," segir hann. „Þetta er látúnsdós.“ Hann þurrkar af henni óhrein- Judin enn einu sinni. Þetta er af- löng, flöt látúnsdós með loki á hjörum. Hann ætlar að opna hana, en það er hægara sagt en gert. Ein- hver fyrirstaða er að innan. Allt í einu þrífur Inga í ofboði í úlnlið hans. „Blessaður hreyfðu ekki við lienni, en láttu hana á sinn s^að, segir hún skelfd. „Það er ef 111 Vill sending." Þetta finnst þeim báðum vera nijög sennilegt. Einhver maður, sem að næturlagi hefur laumazt 11111 í kirkjugarðinn og stolið vígðri uiold til þess að særa fram upp- ' ''kning, hefur síðan iðrazt þess og °rið þangað aftur, það sem hann mfði helgað sér. Og hann hefur ekki aðeins skilið eftir moldina vígðu, heldur einnig dósina, sem hún var varðveitt í. Hann leggur að vísu ekki trúnað á aðra eins gamla bábilju, en hon- um dylst ekki, að þetta hefur skot- ið stúlkunni skelk í bringu, og hann fær því ástríðu til að stríða henni. „Ég hélt í fyrstu, að þetta væri ekki annað en venjuleg dós. En nú lýkst upp fyrir mér, að ég hef upp- götvað hlut, sem stuðlað getur að hamingju minni. Ég verð að gæta hans vel.“ „í öllum bænum hirtu ekki um þennan hlut,“ segir hún þungbúin. „Það fylgir honum engin gifta. Fleygðu honum undir eins frá þér.“ Hún er svo áköf, að hún reynir meira að segja að hrifsa dósina af honum. Hann snýr sér til hliðar og reyn- ir af fremsta megni að opna lokið, og honum heppnast það loksins. „Hún liefur ekkert sjaldgæft að geyma,“ segir hann. „Ég held, að í henni sé ekki einu sinni verðmæti á borð við neftóbak.“ Hann lætur hana skyggnast ofan í dósina. í henni er ekki annað en nokkur skræld moldarkorn. En einmitt þetta gerir hana laf- hrædda. „Sérðu ekki, að Jietta er uppvakningur? Fleygðu honum.“ „Maður á sjálfsagt ekki að fleygja gæfunni frá sér í skeytingarleysi," anzar hann og flissar. „Veiztu ekki, að sá maður, sem á annað eins JjarfaJsing, getur fengið allt, sem hann óskar sér?“ Hann horfir með ánægjusvip of- an í dósina. í einni svipan stingur hún þá
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.