Eimreiðin - 01.09.1965, Page 45
Nokkrir þættir menningar Eskimóa
Eftir
Harald Ólafsson
fil. kand.
Fyrir hartnær þúsund árum leggur skipafloti í haf frá vestan-
yerðu Islandi. Förinni er heitið til víðáttumikils og lítt þekkts lands
1 vestri, þar, sem talið er gott undir bú og nægjanlegt landrými
fyrir fjölda bænda. Landinu var gefið nafnið Grænland, og þótt
su nafngift eigi prýðilega vel við þau svæði, sem síðar voru nefnd
Eystribyggð, gefur hún litla hugmynd um litarfar annars staðar á
þessu mikla landi. Snjór og naktar klappir einkenna það öðrum
löndum fremur, og fá lönd munu gróðurlausari, ef frá er talið
Suðurskautslandið.
Hér verður ekki rakin saga norrænna manna á Grænlandi. Hins
Vegar mun ég reyna að gefa nokkra hugmynd um það fólk, sem
Hrænland hefur byggt undanfarin 4000 ár, menningu þess og lífs-
viðhorf.
Grænland er stærsta eyja jarðarinnar, rúmlega tvær milljónir
íeikílómetra að stærð. Bein lína milli syðsta og nyrsta odda lands-
ms er hvorki meira né minna en 2670 kílómetrar að lengd. Mesta
16