Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1965, Side 50

Eimreiðin - 01.09.1965, Side 50
246 EIMREIÐIN og tré. Bátar þeirra eru strengdir skinnum, og sumarbústaðirnir, tjöldin, eru úr hreindýraskinni, — að ekki sé talað um fötin. Þau eru eingöngu úr skinnum dýra. Eskimóar komast einnig upp á að nota snjó og ís til húsagerðar, og frægasta verk þeirra er snjóhúsið. A Grænlandi jDróast menning Eskimóa á sérstakan hátt. Aðstæður þar eru talsvert frábrugðnar því, sem tíðkast við íshafsströnd Kanada. Veiðar á opnu hafi verða mikilvægar, og veldur því fyrst og fremst, að sjór er þar lengur auður en við Kanadaströndina. Bátar Eskimóa á Grænlandi voru fullkomnari en bátar kynbræðra þeirra í Kanada og Alaska. Hvergi náði húðkeipurinn, eða kajakinn, slíkri full- komnun sem við vesturströnd landsins. Húðkeipurinn er eins manns far, 5—7 metra langur, breiddin varla meira en hálfur metri, og dýptin rúmt fet. Veiðimaðurinn situr flötum beinum í honum miðjum, í opi, sem passar nákvæmlega fyrir manninn. Bátsgrindin er gerð af tré og síðan strengd skinnum. Veiðimaðurinn klæðist hálfsíðum skinnstakki, sem felldur er að neðan að kajakopinu og bundið um, þannig að sjór falli ekki inn. Róið er með tvíblaðaár, og skiptir engu máli þótt hvolfi. Snjall ræðari kom bátnum ætíð á réttan kjöl aftur. Helzta veiðitækið var skutullinn. Var hann svo haglega gerður, að þegar honum hefur verið stungið í veiðidýrið, skreppur oddurinn úr falsi, sem honum er tyllt í, og er þá engin hætta á, að sjálft skaftið brotni. Við skutuloddinn er fest línu, sem er hvorttveggja í senn, fest við húðkeipinn, og útblásinn skinnpoka. Skinnpokinn gegnir því tvöfalda hlutverki, að gera dýrinu erfiðara fyrir að stinga sér, er það hefur orðið fyrir skoti, og að halda dýrinu á floti þegar heim er róið, og létta þannig dráttinn. Við hvalveiðarnar voru notaðir konubátar, og var þeim róið að hvölunum, sem skutlaðir voru með mörgum skutlum. Olli blóðmissirinn því, að hvalirnir drápust fljótlega. Veiðiaðferð J^essi var ekki síður hættuleg fyrir veiðimanninn en hvalinn, og eru þeir ótaldir, sem létu líf sitt við Jjessar veiðar. Margvíslegar trúarathafnir voru framkvæmdar í sambandi við hvalveiðarnar, sem þóttu ærið tvísýnar. Allir þeir, sem fóru til slíkra veiða urðu að gæta hreinlífis í hvívetna áður en lagt var af stað í veiðiförina, og þeir, sem í landi biðu, urðu að gæta hóf- stillingar í hverjum hlut, klæðast sínu bezta skarti og ekki kveikja á iömpum né verk að vinna fyrr en hvalfangararnir komu heim aftur. Að sumrinu voru stundaðar hreindýraveiðar inni í landi. Var
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.