Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1965, Side 56

Eimreiðin - 01.09.1965, Side 56
252 EIMREIÐIN um var heimilið stöðugt hans eina athvarf. Hann hallaði sér aftur í sætinu, lokaði augunum og hugs- aði um þetta athvarf og hana. Rut og heimilið voru bakhjarl lífs hans — nei, sjálf jörðin, sem rætur hans stóðu í. Hann gat þolað allt þjark og óþægindi annasamra daga, af því að hann vissi að utan borgarinnar, langt að baki trjá- skyggðra stræta Lynnton, stóð hús- ið hans umlukt órjúfandi kyrrð, fullt af fegurð og ró. Þau Rut voru enn á bezta aldri. Þau höfðu gifzt kornung, og börnin þeirra höfðu fæðzt með stuttu millibili — tveir synir, sem nú voru báðir handan við liafið, annar í Evrópu, hinn við Kyrrahafið. Hann var með kvöld- blaðið í töskunni, en hann las það aldrei fyrr en eftir miðdegisverð, meðan þau hjónin eyddu síðdeginu saman. Návist hennar var honum styrkur, svo að hann gat horfzt í augu við blaðafréttirnar. Meðan hann sat og hugsaði um konu og heimili, skynjaði hann einhver áhrif, þvílíkust sem sterku ljósi væri beint að andliti hans, og ósjálfrátt opnaði hann augun. Ókunna konan var að horfa á hann. Hún var undursamlega fög- ur. Eftir að hafa lifað hamingju- sömu lífi með Rut í öll þessi ár, var hann blátt áfram hættur að taka eftir því, hvernig konur litu út. Ósnortinn virti hann nú fyrir sér mjúkan, ávalan vanga konunn- ar og stór, dökk augun, skyggð löngum augnahárum. Hárið féll í óreglulegum bylgjum um andlit hennar, og hún hafði barðastóran hatt, sem hún virtist hafa sett á sig í flýti. Hún hafði lagt svarta kápu yfir axlir sér, en ekki farið í erm- arnar. „Viljið þér hjálpa mér?“ hvísl- aði hún lágt. Hann leit upp undrandi. Hann hafði farið fram og aftur til Lynn- ton með þessari sömu lest, frá þvi að stríðið liófst og aldrei yrt á nokkurn mann né nokkur heldur yrt á hann, nema ef hann af til- viljun rakst á kunningja. Hann hefði óðar tortryggt þessa konu, ef liún hefði ekki horft svo hrein- skilnislega í augu hans. „Hvar farið þér af?“ hélt hún áfram og hallaði sér að honum- Hún laut höfði, svo að barðastór liatturinn skýldi andliti hennar fyrir öllum nema honum. Hann færðist undan svari. Ef til vill þekkti hún hann, Roger Kent- well meðeiganda í málmiðnaðar- fyrirtækinu Kentwell og Bates. „Hvað get ég gert fyrir yður?“ sagði hann og kenndi undanfærslu í röddinni. „Aðeins að lofa mér að fylgjast með yður, þegar þér farið úr lest- inni,“ sagði hún mjúklega. „Jafn- skjótt og við komurn út af stöð- inni, þarf ég ekki lengur á því að halda. Það er aðeins, meðan við förum úr lestinni." Hann var manna óliklegastur til að láta flækja sér í eitt eða annað. Honum fannst hárin rísa á höfði sér. „Ég held, að þér ættuð að skýra þetta nánar fyrir mér,“ sagði hann. „Þér getið bara sagt, að þér haf- ið enga hugmynd haft um, hver ég
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.