Eimreiðin - 01.09.1965, Blaðsíða 68
264
EIMREIÐIN
Og angist var í augum, sem engar vonir sjá.
í einu andartaki nú allt hans ráð ég sá.
Hann hafði brotið bát sinn, sem bar hans von og þrá.
svo engu hér í heimi var hægt að lifa á.
Og bæði hug og hjarta var horfinn staður úr,
allt þrek að engu orðið og ekkert forðabúr.
Hann grét samt ei sín örlög þótt eigi væru góð,
liann orkti allt í barminn rétt eins og ég mín ljóð.
Hann kastaði á mig kveðju, ég kvaddi liann orðum tóm.
Og áin fnæsti á flúðum og fossinn skellti í góm.
Hann gekk á holtið háa og hafsins öldu steig,
því sífelld undiralda hér alltaf reis og hneig.
Um stund hann hljóður stendur og starir þorpið á,
er milli fjalls og fjöru í fastasvefni lá.
Hann sá að Búð og Bauki, þar bátskel ónýt var.
En brot í eigin barmi var brot, er sárast skar.
Nú kvaddi hann hinztu kveðju og kominn var í þrot,
því inn við eigið hjarta var enn eitt skeljarbrot.
Mér fannst hann vera feigur og felmtri á mig sló.
Hann hverfur upp í heiði, minn hugur eftir fló.
Hann gengur upp með ánni að ósi langan veg,
þar fjallavatn eitt fagurt hann fann og kaus sér leg.
Til þess að grafa gryfju og gefa drottni sál
hér vantar klerk og kirkju og Kolkumýrarpál.
Hann trúði á dýrðar drottinn og dóm hans óttalaus
þótt kæmi liann eigi í kirkju með klerka gamalt raus.