Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1965, Side 72

Eimreiðin - 01.09.1965, Side 72
Skaplyndi Edwards Munchs Kafli úr bókinni „Nærbilde af et Geni“ eftir Rolf Stenersen Ævi Edwards Munchs einkennd- ist af óróleika, angist og leit. Hann gat ekki, eins og faðir hans, fundið frið og huggun í guðstrúnni. — Að mála er mér hvorttveggja í senn, sjúkdómur og ölvun. Sjúk- dómur, sem ég get ekki losnað við. Ölvunarinnar þarfnast ég einnig. Stundum get ég lesið, svolítið. Og ég nýt þess að hlusta á tónlist. Ég get líka farið í leikhúsið og verið þar svolitla stund, en fljótlega verð ég að standa upp og fara heim. Ekki vegna þess að ég sé nauð- beygður til að liafa pensilinn í hendinni allan daginn. Það geri ég sjaldan. Oft líða dagar, og vikur og jafnvel mánuðir án þess að ég geti dregið eitt einasta strik. Samt sem áður er ég að vinna að mynd- unum mínum í huganum, og bíð eftir þeirri stund, að ég geti byrjað að mála. Mér er nauðsynlegt að vita af penslinum og striganum við höndina. Það hendir að ég vakna að morgni dags, og sé þá alveg nýja mynd, sem ég hef rnálað um nótt- ina. Margar af beztu myndunum mínum hef ég málað næstum óaf- vitandi. Ég á erfitt með svefn, og það er betra að mála en bylta sér svefnlaus í rúminu. Mig langaði til að mála epli. Þó hef ég aldrei kært mig um að rnála dauða hluti. Ég vildi mála epli á sama hátt og Cezanne. Mála þau þannig, að mig langaði til að borða þau. Ég málaði epli svo hundruðum skipti. Misheppnaðist alltaf. Þetta var orðin þráhyggja. Ég varð að sjá að ég gæti málað epli. Viku eftir viku hélt ég þessari eplamálningu áfram. Árangurs- laust. Svo frétti ég, að sonur bróður- dóttur minnar væri orðinn berkla- veikur. Ég varð eirðarlaus. Gat ekki sof- ið. Ég fór með lestinni til Þránd- heims, þar sem hann lá á sjúkra- húsi. Ég komst að dyrum sjúkra- hússins, en orkaði ekki að fara inn. Sendi aðeins nokkra pakka til frænda míns. Síðan fór ég aftur með lestinni heim til Oslóar. Ég kom ekki til Ekely fyrr en seint um kvöldið. Og hugsið ykkur: Nú gat ég málað. Settist við um hánótt og málaði yndislegt epli. — Allt, sem Edward málaði, er spegilmynd af hans eigin sálarlífi- Jafnvel þó einhver sæti fyrir hja honum, segir myndin mest um hann sjálfan. Hann kærði sig ekki um að mála götuandlit. Myndir, sem fólkið
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.