Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1965, Blaðsíða 77

Eimreiðin - 01.09.1965, Blaðsíða 77
EIMREIÐIN 273 örenda, verður hann óttasleginn. Svipurinn á andliti hennar er hinn sami og þegar þau voru í skógin- um og hann elskaði hana heitast. Meðan hann situr og horfir á hana koma öll börnin hennar, þau laeðast aftan að honum og rífa hann í tætlur. Nýja kynslóðin bygg- if eyjuna ein.------- Að mála var Munch hinn eini tilgangur lífsins. Að ná fullkomn- un í listinni var hans eina hugsjón. Tagore kom einhverju sinni til Oslóar. Hann hélt fyrirlestur í há- skólanum um listir. Hann hélt því h'am, að Austurlandabúar stæðu vestrænum þjóðum framar á and- legum sviðum. Hann varð strax hrifínn af verkum Munchs, og heypti mynd eftir hann. Nokkrum arum seinna kom góður vinur Tagores til Oslóar. Hann átti að faera Munch kveðju frá Tagore. Ég fylgdi honum heim til Munchs og var túlkur. Vinur Tagores hneigði siS djúpt fyrir Munch og sagði: — Tinur minn, Tagore, sendir yður 'tinilegar kveðjur, myndin, sem hann á eftir yður, er perlan í tttyndasafni hans. Munch bað mig að þakka mann- tnum og spyrja hann, hvað hann ahti um lífið eftir dauðann. Ind- 'erjinn áleit, að við mundum end- frfæðast. Til þess að verða hreinni °g betri. Munch spurði hvort hann þekkti nokkurn mann, sem væri svo neinn og góður, að hann þyrfti ekki að endurfæðast. Indverjinn svaraði, að það væri Pá helzt Mahatma Gandhi Munch spurði hvort hann héldi ekki að Tagore gæti líka komizt hjá endurfæðingu. Vinur Tagore svaraði: — Tagore, meistari minn og herra, er mikill snillingur, kannski mesta skáld Indlands. En hann þarf áreiðan- lega að endurfæðast. — En er það sem listamanninum tekst að tjá í verkum sínum það, sem mestu máli skiptir. Spurðu hann hvort Tagore hafi náð full- komleikanum í verkum sínum. Indverjinn svaraði: — Tagore er mikill listamaður. Ef til vill sá mesti á Indlandi. En ég held samt að hann þurfi að endurfæðast. — Ef listamaðurinn á að ná há- tindinum í list sinni, hefur hann engan tíma til að heimsækja sjúka, eða sinna líknarstarfsemi fyrir fá- tæklinga. Segðu manninum þetta og spurðu hann hvort Tagore hafi ekki lifað fyrir list sína, og ekkert annað, og hvort honum finnist hann ekki hafa náð hátindinum í skáldskap. Indverjinn endurtók: — Herra minn og meistari er vissulega mik- ill snillingur. En hann þarf, eins og við öll, að lifa lífinu að nýju. — Munch starði á hann, orðlaus. Gekk svo eitt skref áfram og hneigði sig djúpt. Hann var alveg að missa jafnvægið, en tókst þó að láta sem ekkert væri. Um leið og hann gekk út úr herberginu sagði hann við mig: — Komdu honum héðan út það bráðasta, fjandinn hafi það------— Unnur Eiríksdóttir islenzkaði. 18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.