Eimreiðin - 01.09.1965, Side 80
276
EIMREIÐIN
útgerðarmannsins; lífsglaðar og
munnhvatar síldarskvísur — nei,
þar vantar ekki neitt, sem eitt síld-
arpláss úti á landi hefur að bjóða,
jafnvel ekki gamla kerlingarvarg-
inn, sem er í senn skemmtilega
brjáluð og heilbrigð á skynseminni
og brúkar kjaft við alla, þessa
heims og annars. Sumir kunna að
halda að þeir bræður hafi sótt
þarna þríhrossið — og kannski eitt-
hvað fleira — í hesthús Halldórs
í Laxnesi. En það er misskilningur,
held ég. Þetta er svona í öllum
sjávarplássum úti á landi, eða var
svona; misskilningurinn liggur í
því, að Halldór sótti þangað efni
í skáldsögu á meðan þeir bræður
voru þar enn á bernskualdri,
kannski nýfarnir að draga til stafs.
Sönglög Jóns Múla eru létt og fjör-
ug og láta vel í eyrum — en ein-
hvernveginn hef ég það á tilfinn-
ingunni, að danski leikstjórinn og
ballettmeistarinn, sem fenginn var
til að semja dansa og stjórna hreyf-
ingum leikaranna á sviði, hefði
haft gott af því að vera eins og eitt
úthald á síldarplani — sumt er þar
sæmilega gert en annað í fyllsta
máta ankannalegt. Yfirleitt fara
leikendur mjög vel með hlutverk
sín; Róbert Arnfinnsson er trú-
verðugur útgerðarbraskari; Lárus
Ingólfsson skemmtilega ótrúverð-
ugur barnakennari — og Gunnar
Eyjólfsson blátt áfram óviðjafnan-
legur í hlutverki prestsins.
Því næst tók Þjóðleikhúsið til
meðferðar hið umdeilda leikrit
bandaríska höfundarins Arthur
Miller, „Eftir syndafallið“. Það,
sem að framan er sagt um nútíma,
bandaríska leikritahöfunda, á að
flestu leyti við þetta nýja verk
Millers. Að sjálfsögðu dregur þetta
verk á engan liátt úr því, að hann
hefur margt vel gert áður, en það
bætir ekki heldur broti úr milli-
metra við höfundarhæð hans og
mun sumum sýnast hann lægri á
eftir — sem maður. Þess ber að geta
að leikritið var mjög vel sviðsett og
að bæði aðalhlutverkin voru sóma-
samlega leikin af þeim Herdísi Þor-
valdsdóttur og Rúrik Haraldssyni.
Loks hefur Þjóðleikhúsið tekið til
meðferðar eitt af innviðasterkustu
og áhrifamestu snilldarverkum Ib-
sen, „Afturgöngurnar" og fékk
hingað einn af reyndustu leikstjór-
um Norðmanna, frú Gerdu Ring,
til að setja það á svið. Það var
stórbrotin sýning og eftirminnileg,
þar sem reyndustu og færustu
kröftum Þjóðleikhússins var teflt
fram til átaka við hinn norska jöf-
ur heimsbókmenntanna. Þau Guð-
björg Þorbjarnardóttir, Valur
Gíslason og Gunnar Eyjólfsson
juku öll á hróður sinn í þeirri eld-
raun — en Jdó bar Lárus Pálsson af
í hlutverki smiðsins og tel ég varla
ofsagt að [jað afrek hafi verið á
heimsmælikvarða.
Þá eru og sýndir tveir einþátt-
ungar í hjáleigusviði Þjóðleikhúss-
ins í Lindarbæ. Annar þeirra, „Síð-
asta segulband Krapps“, eftir írska
höfundinn, Samuel Beckett, er eins-
konar eintal sálarinnar við sjálfa
sig á segulbandi, snoturlegt verk
frá höfundarins hendi, en minnk-
aði lieldur í meðförum hins góð-