Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1965, Blaðsíða 80

Eimreiðin - 01.09.1965, Blaðsíða 80
276 EIMREIÐIN útgerðarmannsins; lífsglaðar og munnhvatar síldarskvísur — nei, þar vantar ekki neitt, sem eitt síld- arpláss úti á landi hefur að bjóða, jafnvel ekki gamla kerlingarvarg- inn, sem er í senn skemmtilega brjáluð og heilbrigð á skynseminni og brúkar kjaft við alla, þessa heims og annars. Sumir kunna að halda að þeir bræður hafi sótt þarna þríhrossið — og kannski eitt- hvað fleira — í hesthús Halldórs í Laxnesi. En það er misskilningur, held ég. Þetta er svona í öllum sjávarplássum úti á landi, eða var svona; misskilningurinn liggur í því, að Halldór sótti þangað efni í skáldsögu á meðan þeir bræður voru þar enn á bernskualdri, kannski nýfarnir að draga til stafs. Sönglög Jóns Múla eru létt og fjör- ug og láta vel í eyrum — en ein- hvernveginn hef ég það á tilfinn- ingunni, að danski leikstjórinn og ballettmeistarinn, sem fenginn var til að semja dansa og stjórna hreyf- ingum leikaranna á sviði, hefði haft gott af því að vera eins og eitt úthald á síldarplani — sumt er þar sæmilega gert en annað í fyllsta máta ankannalegt. Yfirleitt fara leikendur mjög vel með hlutverk sín; Róbert Arnfinnsson er trú- verðugur útgerðarbraskari; Lárus Ingólfsson skemmtilega ótrúverð- ugur barnakennari — og Gunnar Eyjólfsson blátt áfram óviðjafnan- legur í hlutverki prestsins. Því næst tók Þjóðleikhúsið til meðferðar hið umdeilda leikrit bandaríska höfundarins Arthur Miller, „Eftir syndafallið“. Það, sem að framan er sagt um nútíma, bandaríska leikritahöfunda, á að flestu leyti við þetta nýja verk Millers. Að sjálfsögðu dregur þetta verk á engan liátt úr því, að hann hefur margt vel gert áður, en það bætir ekki heldur broti úr milli- metra við höfundarhæð hans og mun sumum sýnast hann lægri á eftir — sem maður. Þess ber að geta að leikritið var mjög vel sviðsett og að bæði aðalhlutverkin voru sóma- samlega leikin af þeim Herdísi Þor- valdsdóttur og Rúrik Haraldssyni. Loks hefur Þjóðleikhúsið tekið til meðferðar eitt af innviðasterkustu og áhrifamestu snilldarverkum Ib- sen, „Afturgöngurnar" og fékk hingað einn af reyndustu leikstjór- um Norðmanna, frú Gerdu Ring, til að setja það á svið. Það var stórbrotin sýning og eftirminnileg, þar sem reyndustu og færustu kröftum Þjóðleikhússins var teflt fram til átaka við hinn norska jöf- ur heimsbókmenntanna. Þau Guð- björg Þorbjarnardóttir, Valur Gíslason og Gunnar Eyjólfsson juku öll á hróður sinn í þeirri eld- raun — en Jdó bar Lárus Pálsson af í hlutverki smiðsins og tel ég varla ofsagt að [jað afrek hafi verið á heimsmælikvarða. Þá eru og sýndir tveir einþátt- ungar í hjáleigusviði Þjóðleikhúss- ins í Lindarbæ. Annar þeirra, „Síð- asta segulband Krapps“, eftir írska höfundinn, Samuel Beckett, er eins- konar eintal sálarinnar við sjálfa sig á segulbandi, snoturlegt verk frá höfundarins hendi, en minnk- aði lieldur í meðförum hins góð-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.