Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1966, Page 14

Eimreiðin - 01.05.1966, Page 14
102 eimrewin vitni. Og góðu heilli tók þessi árátta einnig til afskrifta af handrit- um og prentuðum bókum, sem komust á einn eða annan hátt í hendur þeim, sem henni voru haldnir, og flestir lögðu þeir áherzlu á að vanda og prýða þessar afskriftir, svo sem geta þeirra og aðstæð- ur frekast leyfðu, og virðist það ekkert hafa úr þessu dregið, nema síður væri, þótt handritin yrðu ekki þeirra eign að starfinu loknu, enda eins víst að skrifarinn væri vinnumaður, kotbóndi eða hálf- gildings umrenningur, sem lært hefði að skrifa með broddstaf á svell eða með sótuðum fjöðurstaf, skónál, bandprjóni eða yddri spýtu á fjalarstúf — eins og einhver sá, er betur væri settur í þjóð- félaginu og notið hefði tilsagnar í þeirri góðu list, skriftinni. __ # Án þessarar alþýðumenningar hefðu ekki mótast hér á landi slík andleg mikilmenni sem Hallgrímur Pétursson og Jón Vídalín á öld galdratrúar og galdrabrenna, einokunar, örbirgðar og ómannúð- legrar refsilöggjafar, enda alþýðan ekki getað notið snilldar þeirra og andríkis sér til huggunar í vondri veröld, styrks í varðgæzlu þjóðlegra verðmæta og endurnæringar og örvunar í iðkun kveð- skapar og söfnun alþýðlegs fróðleiks. Þau leyna sér ekki í tungu- taki Hallgríms, álnifin frá gulladarbókmenntum okkar, frá heitns- ádeiluskáldskap eldri skáldbræðra og frá mæltu máli, — sem og auðsætt er, hve myndsköpun hans og persónuleiki eru mótuð af ís- lenzkum bókmenntum og áhrifum frá lífi og lífsháttum samtíðar hans hér á landi, — og hvað sem hver segir, erlendur eða innlendur, um framandi áhrif á stíl, orðaval, líkingamál og viðhorf Vídalíns, leyna sér ekki tengsl hans við íslenzkar menningarerfðir og aldat- hátt, jafnt frá bernsku hans sem á þeim árum, sem hann sat á bisk- upsstóli í Skálholti og stóð í styrr við annan eins berserk kapps. vitsmuna, valda og auðs og Odd lögmann Sigurðsson. Svo er þa næsta táknlegt og vert íhugunar, að annars eins maður að lærdómi. vitsmunum og skapgerð og Brynjólfur biskup Sveinsson er sagður hafa metið meira sálma annars samtíðarskálds en Hallgríms, en al- þýðan lagði Hallgrímssálma við sitt hrjáða Iijarta og hóf þá til þeirrar virðingar, sem mest getur hlotnazt andlegum afrekum, - og þó að Vídalín væri frekar refsari en huggari, naut fólkið postilln hans í ærið ríkum mæli, — tungutaksins, skapsmunanna, mynd- auðginnar, hinna djörfu og þó hnitmiðuðu dæma hans úr daglegn lífi og þors hans til typtunar, ekki aðeins almenningi, heldur enn
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.