Eimreiðin - 01.05.1966, Qupperneq 22
110
eimuf.win
á Norðurlöndum, — og allmiklar skuldir verður það skoðun mín á
hag bændastéttarinnar, að hann sé yfirleitt svo jafngóður, að það
verði ekki eingöngu eignað þeinr aðstæðum, sem hin ýmsu sam-
tök stéttarinnar og þjóðfélagið hafi búið henni, heldur hljóti meg-
inþorri bænda að vera óvenjulega greindir, dugandi og ábyrgir
menn!
Hvers vegna þá þessi óánægja, þessi tilfinning fyrir meira og
minna ímynduðu vanmati, þessi tortryggni gagnvart öðrum stétt-
um þjóðfélagsins, hvers vegna allt þetta, sem raunverulega sýnir
vanmat bændastéttarinnar sjálfrar á afrekum sínum, gildi sínu í
þjóðfélaginu, vöntun á virðingu fyrir starfi sínu, skort á metnaði,
sem lætur sig engu varða annars vegar hóflaust lof stjórnmálaskúma
á atkvæðaveiðum, hins vegar nagg og nöldur sams konar legáta, sem
nota einmitt velgengni og efnahagslega velsæld bændastéttarinn-
ar, sem óánægjuefni og agn til atkvæðaveiða á öðrum miðum, —
hjá fólki, sem máski iðrar þess, að hafa flutt á brott úr sveitinni og
því, sem aldrei mé í mold i sveit. —, sbr. „aldrei mé í saltan sjó“, —
en hvorar tveggja þessar veiðar virðast vera — enn sem komið er —
óhjákvæmilega fylgja íslenzks lýðræðis?
Orsök þessa hygg ég að sé fyrst og fremst sú, þó að raunar kunni
sitthvað fleira að koma til — og þá ekki sízt jarmur atkvæðaveið-
aranna — skortur á aðstöðu og nokkrum aðburðum til fullnægingai'
andlegri orku og hæfileikum heilbrigðra og þróttmikilla manna
starfi að menningarlegum viðfangsefnum — á eigin hönd og í sam-
vinnu við aðra, — og er hann hér enn að skjóta upp höfðinu sa
sannleikur, að maðurinn lifir ekki á einu saman brauði.
(Niffurlag í næsta hefti.)