Eimreiðin - 01.05.1966, Side 36
124
EIMREIÐIS
sína í huga fyrr á árum, og þá ekki
síður hin síðari ár með þeirri stór-
virku söfnun, sem hann hefur haft
á hendi fyrir fjölmörg opinber
bókasöfn og einkasafnara. Þannig
hefur hann stórbætt og aukið ótal-
in bókasöfn, og að þessu er hann
nú búinn að vinna helming ævi
sinnar, en hann varð sjötugur á
síðastliðnum vetri.
Helgi Tryggvason eirir sér aklrei
hvíldar; hann er á þönum frá
morgni til kvökls — og alllaf með
bækur íhuga, — hefur viðtalstíma
lieima hjá sér fyrir hádegi, vegna
þeirra, sem eiga við hann erindi
varðandi vöntun á ákveðnum verk-
um eða eintökum í söl'n sín, eða
þeirra, sem bjóða fram fágætar
bækur, blöð og tímarit, — eða bara
gamlan kassa ofan af háalofti, sem
enginn veit hvað hefur að geyma.
Tugi blaða og tímarita er
hann búinn að „komplitera” fyrir
söfn og einstaklinga, |)ar á meðal
sum elztu og fágætustu tímarit
landsins. Undanfarið hefur hann
hvað mest beitt sér l'yrir tvær stoln-
anir, ólíkar að eðli, en með lík
menningarleg markmið á sviði
bókasöfnunarinnar; klaustur heil-
ags Jósefs að Jófríðarstöðum í
Hafnarfirði, þar sem hann er bú-
inn að koma upp guðsorðabóka-
safni, auk tímaritasafns og fleiri
merkra rita, og Seðlabanka íslands,
þar sem saman er komið fullkomn-
asta safn landsins um hagfræði og
viðskiptafræðileg efni, auk fjöl-
skrúðugs tímaritakosts og fagur-
fræðilegra bókmennta, en bóka-
safn Seðlabankans telur Helgi orð-
ið hið merkasta safn og rnikið að
vöxtum.
Auk söfnunarstarfanna vinnur
Helgi Tryggvason að iðn sinni t
ígripum, bókbandinu, o'g kennir
einnig að vetrinum bókband við
Handíða- og myndlistaskólann og
Kennaraskóla Islands. Þeir, sem
bezt kunna að meta mikilvægi
bókasöfnunarinnar, þykir að von-
um, að illa sé varið starfskröftuni
svo dýrmæts manns, að hann skuh
vinna að handverki og kennslu, og
benda á, að ýmsir aðrir góðir og
listrænri bókbindarar gætu sinnt
þessum störfum. Það er líka har-
rétt, að Jrað er enginn til Helg<1
líkur í bókasöfnuninni — Jiað er
aðeins til eitt eintak al bókasafn-
aranum Hclga 4’ryggvasyni, og
auðvitað lengizt enginn sanntU
bókasafnari til Jress að skipta einu
fágætu eintaki í þrjá eða 1 leiri
staði. Á liitt ber þó að líta, að
vegna bókbandsins, og einkutn
kennslunnar í bókbandi, hefui
Helgi kynnzt miklum fjölda bóka-
manna, örlað áhuga þeirra á bóka-
söfnum og Jiroskað smekk Jjeiiia
fyrir listrænu bókbandi og sniekk-
legri meðlerð bóka, og er ekki ólík-
legt að margir hafi gerzt bókasafn-
arar beinlínis vegna persónulegr-1
kynna við Helga Tryggvason.
Eitt sinn er vér áttum tal við
Helga Tryggvason sagði hann fra