Eimreiðin - 01.05.1966, Page 48
136
EIMREIÐlN
auka og auðga bókasöí'n landsins,
bæði einkasöfn manna, almenn
ingsbókasöfn og önnur opinber
söfn. Hann á dyngjur blaða og
bóka heima hjá sér og suður á
Bessastöðum, en þar hefur hann
lengið til afnota húsnæði fyrir
bókageymslu. En ekkert kveðst
hann jró fremur geta óskað sér, en
að geta fengið til afnota stóran
vörugeymsluskála úr steinsteypu.
þar sem hann gæti konrið öllu
safni sínu lyrir á einunr stað, bæði
til geymslu og úrvinnslu.
1. K.
GÖMUL EINTÖK.
í sveitahéraði einu á Englandi voru nokkrir háaldraðir rnenn, og kom fólk
langar leiðir tii þess að sjá þessi fyrirbæri. Dag nokkurn kom ferðamaður 1
byggðina og bar að garði á bæ einum þar sem öldungur sat úti á tröppum °k
hágrét.
„Hvað amar að þér, gamli maður?" spurði ferðalangurinn.
„Hann pabbi barði mig — og mér sárnaði það sérstaklega af því, að það tr
afmæiisdagurinn minn í dag.“
„Og hvað ertu gamall?“
„Ég er 93 ára.“
„Og hvað er þá faðir þinn orðinn gamall?“ spyr ferðamaðurinn.
„Hann er 119 ára.“
„Er það algengt að fólk verði svona gamalt hér um slóðir?“ spurði ferða
maðurinn.
„Gamalt? Já, blessaður vertu og miklu eldra. Afi minn er enn á iífi °S
beztu heilsu.“
„Og hvað er hann þá orðinn gamall?“
Afmælisbarnið klóraði sér í höfðinu og sagði: „Það get ég nú ekki almenni
lega munað. En þér skuluð fara til sóknarprestsins og spyrja hann. Hann ***'
að vita það, því að hann fermdi afa.“