Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1966, Page 51

Eimreiðin - 01.05.1966, Page 51
MEDFERÐ LlFANDl MÁLS 139 þessi reglubundni, fagri framburður ætti að vera sparibúningur málsins; þannig ætti að kenna málið í öllum skólum og þannig ættu abir menntaðir menn að tala. — Réttmæli er undirstaða réttritunar.“ Þessi orð hins gáfaða landlæknis eru enn í fullu gildi. Vert er að yekja athygli á síðustu setningunni: „Réttmæli er undirstaða rétt- ritunar." Við þurfum ekki að leita lengi til þess að finna rökstuðn- ing fyrir þessari skoðun; hver hefur ekki einhverntíma fengið bréf þar sem auðveldlega má lesa úr rithættinum framburðargalla höf- undar, svo sem flámæli, linmæli o. s. frv. Sé því skoðun Guðmundar Björnssonar rétt, að réttmæli sé undir- staða réttritunar, liggur í augum uppi, hve réttur og fagur fram- burður móðurmálsins er nauðsynlegur hverjum manni. I sambandi við vaknandi áhuga á fögrum framburði móðurmáls- ms er skylt að minnast hér sjóðsstofnunar Helga Hjörvars og konu hans til minningar um son þeirra, Daða, en tilgangur þess sjóðs er að verðlauna fegurst mál talað í útvarp, að mér skilst. Þótt þeir, sem kenna íslenzku í skólum okkar, ætti ekki að verða skotaskuld úr því að leiðrétta meinlegustu villur í framburði nem- enda, ber hins að minnast, að hér á landi hefur engin samræming ís- lenzks framburðar enn átt sér stað. Má reyndar segja, að hún hafi ekki verið framkvæmanleg, sökum skorts á nauðsynlegum undirbún- mgi. Einn kennari notar þennan framburð, annar hinn, og fer það venjulega eftir því, hvaðan menn eru ættaðir af landinu; og sama máli gegnir auðvitað um okkur leikara, presta, þingmenn, útvarps- þtdi og aðra þá, er skilyrði liafa til að móta framburð öðrum fremur. En það er satt að segja ekki vandalaust fyrir erlendan stúdent. senr kemur hingað til íslands til þess að læra að tala málið. Af kennslubókum í íslenzku fyrir útlendinga er tæplega um annað að t'æða en bók dr. Stefáns Einarssonar annars vegar og hins vegar bók Sigfúsar Blöndals, bókavarðar. En guð hjálpi þeim stúdenti, sem Ktlar að notafæra sér báðar bækurnar, því þá Stefán og Sigfús grein- lr á um aðalatriði þessa máls. Hefur hvor sinn framburð. Er þetta gott dæmi um ósamræmið og óreiðuna, sem ríkir í þessum efnum á íslandi. Þeim sem hafa haft eðlilegar áhyggjur út af þessu ófremdarástandi tungunnar var því óblandið gleðiefni, þegar dr. Björn Guðfinnsson ^tóf rannsóknir sínar á íslenzkum framburði. En upphaf þess máls Var það, að á haustþinginu 1939 hafði verið áætlað nokkurt fé á fjárhagsáætlun Ríkisútvarpsins „til málfegrunar eftir fyrirmælum
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.