Eimreiðin - 01.05.1966, Síða 60
148
ElMHF.lÐlN
en kemst varla undan kossum mömmu sinnar,
og kœrleiksljós í pabba augum skín.
Sjá, listaverk á litlum blöðum gjörð,
sem litar hann og raðar sér við hlið,
hans draumi lýsa um lifið hér á jörð.
Þau sýna, að efst i huga hans
er hátið eða brúðkaupsdans,
og líkfylgd, sett á svið.
Um pað sin kvæðin kveður ný,
en kemur svo að þvi,
að ræða um daglegt starf og strið eða ást.
En petta breytist brátt;
hann baki við þvi snýr
og leik sinn lengra býr;
með gleði og stolti yfir annan þátt.
Og smátt og smátt um léttra leikja svið
er leiðin sýnd frá aldagömlum sið,
unz margbreytt ævi mannsins blasir við;
sem sifellt boð þess bæri
i brjósti, er stæling væri.
8
Þú, sem þess merki sýnir ekki hér,
hve sál þín víðfeðm er;
þú spekingur i arfs j>ins hugarheim,
er hefir sjón i blindingjanna hóp,
en lest með deyfð og þögn i djúpsins geim
þau dularlög, sem eilifðin oss skóp, —
sjáandinn, sem sjálfur átt
hinn sanna spádómsmátt;
þann sannleik, er varð sífelld mannsins leit,
en sem oss lwarf i dimman grafarreit;
þér yfir vakir ódauðleikans sýn,
þér eins og dagur nálægð liennar skin. —
Þú litla barn, í Ijóma þess sem var,
þér lýsir frelsi, er himins dýrð þér bar,
hvi örvar þú þín ár að færa þér
það ok, sem mannsins hlutskipti er hér,