Eimreiðin - 01.05.1966, Side 68
156
eimreiðin
þetta og gerði hann það á virðuleg-
an hátt. Þótti Jretta skemmtilegt út
á við og almennt litið á það sent
goðglettni.
Alllöngu áður en þetta skeði
hafði Sigurður Júlíus ritað í Dag-
skrá II hvassa ádeilu á félagslíf ís-
lendinga í Winnipeg. Fyrirsögn rit-
gerðarinnar var: Andlegur Svarti-
dauði. Fyrir þetta tiltæki sitt fékk
hann aðköst úr ýmsurn áttum og
ríflega borgun fyrir það og annað
í fyrirlestri eftir séra Jón Bjarna-
son. En Sigurður lét það ekki á
sig fá, þóttist færari um að þola
skráveifurnar en hinir að þola árás-
irnar. Allt um ]rað var hann vin-
sæll meðal alþýðu og átti sér marga
aðdáendur. Verkamenn sem höfðu
litlu meira en þrælakjörum að
fagna í þá daga, áttu sér hauk í
horni þar sem liann var. Hann
beitti sér fyrir þeirra málefnum og
barðist fyrir þeirra réttindum.
Bindindismál lét hann mjög til
sín taka, hafði hafið orustu gegn
Bakkusi Jregar á Islandi. Sú saga
barst hingað vestur, sem brosti
margur að, að Sigurður hefði ver-
ið útvalinn, vegna trúmennsku
lians við regluna, til að flytja há-
sætisræðuna á einhverju allsherjar-
þingi Góð-Templara í höfuðstað
landsins. Eins og áður segir var
liann mælskumaður svo af bar og
talaði blaðalaust. Þó kom það fyrir
að hann þurfti á blöðum að halda
ef hann vildi árétta eitthvað í ræðu
sinni, eða færa sönnur á eitthvert
mikilvægt atriði. Geymdi hann
þau í tösku sem hann lét fylgja sér
upp á ræðupallinn, til vara. Þar
kom í ræðunni að hann hreyfði við
efni, sem var í senn álitamál og
hitamál, sennilega varðandi algert
vínbann í Evrópu til að byrja með.
Gerðist honum brýn þörf að ná
einu blaðinu, eða málgagninu, til
að staðfesta framburð sinn. Hann
þrífur töskuna í hasti miklu, opn-
ar hana og grípur í eitthvað sem
hann átti ekki von á að væri þar,
sviptir því upp í fátinu og lætur
það svo ógætilega á gólfið, að það
veltur um koll, og af því Jrað var
sívalt i laginu liélt Jrað áfram að
velta um gólfið eins og til að vekja
athygli á sér.
Mönnum ber ekki saman um
hvað Jretta hafi verið. EJt af J’V*
hafa og spunnizt deilur og flokka-
dráttur. Sumir segja að þetta haft
verið brennivínsflaska, aðrir að
Jretta hafi verið bjórflaska, jafnvel
fleiri en ein. Sigurður lét sig þa®
engu skipta, hafði nú greiðan að-
gang að sönnunargagninu í tösk-
unni, siðan flöskunni eða flöskun-
um var aflétt, og hélt áfram iæð
unni. Allir vissu að Sigurður var
ekki líklegur að hafa ölföng í pússl
sínu. Öllum var vel skemnrt, einna
sízt þeim, sem valdir voru að þessU
meinlausa hneyksli og þóttust ekki
fá nóg upp úr krafsinu.
Sagan sem lýsir Sigurði bez-
skeði eftir að hann var orðinn
læknir og var til heimilis að Lund