Eimreiðin - 01.05.1966, Page 69
HAC.YRfílNGAFÉLAGln OG SIGURÐVR JÚLÍUS JÓHANNESSON
157
ai', Manitoba. Á þeim árum voru
ekki allir auðugir, þó búnaðar-
skýrslur sýndu árlegan stórgróða á
bvert nef (per capita). Niðurjöfn-
tinar var aldrei getið. Sigurður var
enm af þremur íslenzkum læknum
sem aldrei sendu reikninga til
sjúklinga sinna og létu arka að
auðnu með borgunina, hinir voru
Níels Lambertson í Winnipeg og
Steinn Thompson við íslendinga-
II jót.
Læknisferðalög á öllum tímum
solarhringsins voru afar örðug, sér-
tleilis á hestasleðum í ófærð og
blindhríðarbyljum. — Þannig var
tistatt, þegar Sigurður var kvaddur
til að vitja bláfátækrar fjölskyldu
alllangt norður með Manitoba-
vatni. Húsbóndinn var rúmfastur;
°g þegar Sigurður tók að rannsaka
hann, kom í ljós, að sjúklingurinn
Var ekki í nærfötum og átti engin
°g kalt var í kofanum. Sigurður
hrá sér þá úr sínum nærfötum og
íklæddi sjúklinginn, gaf honum
nreðul og kvaðst mundu vitja hans
áður en langt um liði. Hinn sjúki
sagðist ekkert liafa lil að greiða
iyrir læknishjálpina nema þrjú
rottuskinn. Sigurður vildi ekkert
Nggja og ók til baka langa leið
nærfatalaus í bylnum. Daginn eft-
lr> þegar hann reið í garð til að
Vltja sjúklingsins, eins og hann
hafð lofað, sá hann prestinn koma
III úr kofanum með þrjú rottu-
skinn og halda heimleiðis. Þessa
*>faktisku“ sögti af Sigurði þýddi
skáldið Arthur Reykdal á ensku og
birti í smásögu formi í virðulegu
ensku tímariti.
Lengi sól- og sælu
sumar, girt með birtu
skini snilldar skáldi,
skylduræknum lækni.
Fjallakonan krýni
kollinn lárvið, háran,
sjötíu vetra vitran,
veikum bróður góðan.
Látum oss nú hverfa aftur á bak
í tímann. Ætla mætti að Sigurður
ætti sér formælendur fáa hér í
borginni eltri að hafa birt grein-
ina Andlegur Svartidauði, en svo
var ekki. Margir lýstu velþóknun
sinni yfir henni. Sá lyrsti sem mun
hafa komið fram með það opin-
Iterlega var maður að nafni Jón
Einarsson, var þó kirkjumaður og
í söngflokki Tjaldbúðarinnar.
Hann hafði skrifað margar blaða-
greinar ýmislegs efnis og var tal-
inn vel ritfær.
Sigurður lýsir áliti sínu á Jóni í
vísu sem kom út í Dagskrá II:
Sól er brennir svikið glit
sendirðu enn í línum.
Styrkur, menning, stefna, vit
stýrir penna þínum.
En Jón var, minnir mig, sá fyrsti
sem gerði opinbera árás á Hagyrð-
ingafélagið. Löngu síðar átti hann
í höggi, á ritvellinum, við Stephan