Eimreiðin - 01.05.1966, Page 76
MINNINGAR
um Helga Hjörvar
Eftir Stefán Jónsson.
í 25. árgangi Eimreiðarinnar ár-
ið 1919 birtist auglýsing um verð-
launasamkepjjni um beztu smá-
sögu til birtingar í Eimreiðinni.
Allmikil þátttaka var í þessari smá-
sögusamkeppni, en dómnefndin
var öll sammála um það, að sagan
Kitlur bæri af öllum hinum og
hlaut hún verðlaunin, sem voru
200 krónur. — Dómnefndina skip-
uðu, auk ritstjóra og útgefanda,
þeir Ásgeir Ásgeirsson núverandi
forseti íslands, Jakob Jóh. Smári
skáld og Þorsteinn Gíslason skáld
og ritstjóri. Sagan birtist svo í sama
árgangi Eimreiðarinnar, en dul-
nefni höfundarins var Svipdagur.
Ekki var hið rétta nafn höfundar-
ins gefið upp, er skýrt var frá verð-
laununum og sagði ritstjórinn, að
höfundur hefði ekki gefið leyfi til
þess. Verðlaunin voru aðeins ein,
en þó raðaði dómnefndin sögunum
eftir mati, og þar er talin þriðja í
röðinni sagan Snjókast, sem var eft-
ir sama höfund með öðru dulnefni.
Árið 1925 kom svo út sögusafn
eftir Helga Hjörvar. í Jjví safni var
Ilelgi Hjörvar.
verðlaunasagan úr Eimreiðinni.
Kitlur. Ef til vill vakti J)ó sagan
Smalaskórnir mesta athygli af þess
um sögum.
Þannig kom Helgi Hjörvar fyrst
fram fyrir þjóðina sem rithöfnnd
ur, en bæði sem slíkum og á ntörg-
um öðrum sviðum átti hún eftir að