Eimreiðin - 01.05.1966, Page 81
minningar um uelga hjörvar
169
að bílrúðunum á víxl, til að njóta
þessa tröllaukna útsýnis, en ég
þakkaði guði í hljóði, að ég skyldi
ekki vera á mínum jeppa, en við
hlið mér sat öruggur bílsljóri, sem
einbeitti huganum að akstri bíls-
*us, en á því valt ef til vill líf okk-
af, að bíllinn leslist ekki í lausum
sandinum, sem brimaldan óð yíir
allt upp undir slóð bílsins.
Þannig var Helgi Hjörvar. —
Fegurð og yndi hreií hann í lands-
lagi og ljúfu máli, en hin tröllslega
ógn náttúruhamfaranna hreif hann
ekki síður. Þar kont fram hans
óttalausa karlmannslund.
SKUGGI:
MANSTU
Manstu — og mátti þig dreyma
— máninn á loftinu liló,
hamingjan átti þar heiina
og heillaði lönd og sjó
og teiknaði töfraliti
með tímans voldugu kló,
sveipaði’ allt geisla-gliti
og gaf okkur báðum nóg.
Hvort manstu þær mildu stundir
— máninn á loftinu hló;
við leiddumst um grænar grundir,
um gnæfandi fjöll og snjó,
elfurnar léku þar undir:
— allt var það kvæði um þig!
Þá voru fagnaðar-fundir;
fann að þú elskaðir mig!