Eimreiðin - 01.05.1966, Page 88
176
F.niRF.lfílN
skaði. Jósteinn prestur gekk þá fram fyrir þá ok hafði róðukross
í hendi, en vatn í annarri ok stökkti því. Þá Jdufðist sjórinn svo at
þeir gengu þurrum fótum á land. Fóru þeir allan hinn sama veg.
Gestr færði konungi alla gripina ok sagði allt sem farit hafði. Kon-
ungur bað hann þá skírast láta. Gestr sagðist því heitið hafa i
Raknarshaugi; var þá ok svá gert. Hina næstu nótt eftir dreymdi
hann at Bárður faðir hans kæmi til lians ok mælti: „Illa hefur þú
gert, er þú hefr látið trú þína, þá er langfeðgar þínir hafa haft,
og látit kúga þig til siðaskipta sakir lítilmennsku. Ok fyrir þat
skaltu misa bæði augu þín.“ Tók Bárður þá at augum hans heldr
óþyrmilega ok hvarf síðan. Eftir þetta er Gestr vaknaði hefur
hann tekit augnaverk svo strangan at hinn sama dag sprungu þau
út bæði. Síðan andaðist Gestr í hvítavoðum. Þótti konungi það
hinn mesti skaði.
Þetta er helgisaga ekki síður en aðrar sögur er gerast fyrir vestan
haf. Flóamanna saga er skrifuð til heiðurs Þorláki biskupi, Græn-
lendinga saga og Eiríks saga eru skrifaðar til heiðurs hiskupunum
norðlenzku, sem af Guðríði eru komnir.
Stefán Einarsson,
Guggenheim Fellow, 1962—63.
Kirkjuteigi 25, Reykjavík.