Eimreiðin - 01.05.1966, Page 89
námatröllin
Eftir
Gustaf Fröding.
„Og hvort sem pið nú trúið því eða trúið því nú ekki,
en taki mig þá skrattinn og böggli mig og strekki,
ef það voru ekki tröllin, sem gerðu mér þann geig.
Við vöktum yfir kolagröf á Vesturáar-mýri,
það var um klukkan fjögur, þá gerðist ævintýri.
Við heyrðum þvilík læti að Halli fór i sveig.
Það dunaði i fjallinu, það dvergmálaði i hóli.
„Hver djanginn er i Björgunum,“ kvað ég þá,“ sagði Oli.
„Það hlunkaði og dunkaði í öllum áttum fjórum.
Já, annað eins! Ja, þvíumlikt! Á bullufótum stórum
þar komu tröllin vaðandi með djöfulgang og dun.
Það brakaði og gnast. og það buldi i húsum öllum.
— Það brotna tré sem ýlustrá frá löppunum á tröllum,
er kirkjustór þau æða i ferð með feiknabrun. —
Hann Halli við grenirót hitti sér stað,
ég hrökk að ltofa sjálfur,“ hann Óli minn kvað.
12