Eimreiðin - 01.05.1966, Qupperneq 94
182
EIMREIÐIS
farið að einkenna síðustn skáld-
sögur hans, og nú er ekki annað
sýnna en að söm ætli að verða rattn-
in í leikritagerðinni, enda þótt stíll
hans sé nýstárlegur fyrir margra
hluta sakir og veki ótvíræðar vonir
um afrek, hliðstæð þeim, sem liann
liefur unnið í skáldsagnagerð-
inni. Aðalmaðurinn í „Dúfnaveizl-
unni“, fatapressarinn, er albróðir
þeirra í „taóinu“, Ibsens Ljósdals
í „Prjónastofuni" og lífskúnstners
Hansens í „Strompleiknum" — og
þeirra Björns í Brekkukoti og org-
elleikarans í „Atómstöðinni". Það
kann að verða merkilegt rannsókn-
arefni bókmenntafræðinga ein-
hverntíma, þessi flótti uppreisnar-
mannsins og þvergirðingsins,
Bjarts í Sumarhúsum, undir vernd-
arvæng kínverska taósins, að mað-
ur tali nú ekki um það hve alll
skap er úr verkalýðssinnanum
Sölku-Völku, síðan hún tók á sig
gervi prjónakonunnar og síðar eig-
inkonu pressarans — og hrífst af
boðskap taópostulanna, án þess að
skilja hann til hlítar, á svipaðan
hátt og Salka af leninisma byltinga-
sinnans Arnalds forðum. ... En
þetta á sennilega ekki heima í leik-
hússpjalli.
Þá er og ánægjulegt að geta þess
að endingu, að leikritagerð okkar
bættist ungur og vænlegur liðsmað-
ur undir lok leikársins, Birgir
Engilberts, er frumsýndur var ein-
þáttungur eftir hann að Lindar-
bæ — „Loftbólur“ — athyglisverð
Birgir Engilberts.
frumsmíð, sem hinn kornungi höf-
undur hefði að vísu mátt hefla og
fága betur. Honum virðist gef111
græzkulaus kímni í ríkari maeh e*1
títt er hjá okkur, þar sem glettntn
hefur alltaf viljað verða heldur g1<l
og persónuleg. Kannski er þetta að
breytast fyrir atikna velmegun og
alþjóðleg áhrif; það færi betur <-■
þessi ungi höfundur boðaði nýja
tíma hvað það snerti.
Semsagt — hið nýliðna leikár vat
eitt hið fjölbreyttasta og frjoasta
tímabil, sem enn getur um í
listarsögu okkar. Og það ánaegj11
legasta er, að þar sktdi ungt fólk
liafa látið svo mjög til sín taka,
beint og óbeint. ...